Thursday, April 17, 2008

Útskriftarblaðið

Loksins er ritstjórnarvinnan í kringum útskriftarblaðið búin. Vúhú. Síðustu dagar eru búnir að vera algjört helvíti. Samt er ég búin að vera ótrúlega dugleg að fara í ræktina tvisvar á dag og fara snemma að sofa. Ekki búin að borða NEITT nammi það sem búið er af missó, og get ég alveg sagt ykkur að það er massív breyting frá síðasta missó, þar sem nammi var étið frá kvöldi til morguns. En ég læt ekki freistingarnar á mig fá, þó svo að kassi með Æðibitum sé búin að sitja hér á borðinu í 2 daga. Ég ætla ekki að fá mér.

Missó er alveg í fullu gangi og verkefnið er búið að taka algerlega nýja stefnu. Núna er spurningin okkar orðin: "Hafa stefnubreytingar áhrif á afkomu fyrirtækja" og notum við Icelandic Group sem Case Study. Þetta er miklu afmarkaðra og skýrara verkefni heldur en það sem við lögðum upp með í byrjun, þannig að við erum mjög ánægð með þessa breytingu. Aðeins 3 dagar til stefnu. Strembnir 3 dagar. En þetta hefst á endanum, it somehow always does.........

1 comment:

Anonymous said...

Stendur þig vel skvís :)
Ótrúleg sjálfsstjórn
Kveðja Magga