Monday, April 14, 2008

Nokkrir punktar

  • Við missó hópurinn vorum í allan dag í viðtölum í bænum í sambandi við verkefnið okkar ógurlega. Töluðum við starfsmenn Greiningardeilda Kaupþings og Landsbankans sem hafa séð um að greina Icelandic Group og svo Gunnar Svavarsson, fyrrverandi forstjóra félagsins. Greinilega í gangi mjög mismunandi skoðanir um rekstur félagsins. En það gerir bara verkefnið ennþá meira spennandi.
  • Á leiðinni til baka uppá Bifröst pikkuðum við Zanný upp einhverja puttalinga upp á gamnið. Það reyndust svo vera 2 ungir strákar frá Akranesi og annar þeirra er sonur konunnar sem kenndi mér leikfimi alla mína barnaskólagöngu. Lítill heimur.
  • Í kvöld er myndataka fyrir útskriftarblaðið. Kemur ljósmyndari og tekur myndir af öllum útskriftarnemum sem verða svo allar birtar aftast í blaðinu ásamt nafni, deild, áhugasviði og bs ritgerðarefni. Eins gott að hafa sig til.
  • Í miðri þessari viku er svo komið að því að senda frá okkur allt efnið í útskriftarblaðið í layout og prentun. Er ennþá að fá sendar greinar og hef því miður einnig fengið nokkrar afturkallanir, þar sem fólk sér ekki fram á að ná að klára greinarnar. Ekki skemmtilegt að fá að vita það með svona litlum fyrirvara.....náttla orðið alltof seint að fá nýja aðila til að skrifa. En lítið við því að gera.

Ég var uppá Skaga alla helgina með Elínu minni og það var ekkert smá ljúft. Við fórum út í hjólatúr, göngutúr, línuskautatúr, horfðum á vidjó, skruppum í bæinn í bíó og sund og fleira. Ótrúlega gaman að eyða með henni svona heilli helgi og hugsa ekki um neitt annað. Alltof langt síðan ég hef gert það, og héðan í frá ætla ég sko að gera mikið meira af því.

2 comments:

Steinunn said...

Hæjjj ...var einmitt að velta fyrir mér í gær hvar þið væruð, var eikkað svo tómt í Hátíðarsalnum !! Smá reminder..eftir akkúrat 4 mánuði munum við liggja flatar í sólinni í Mexico að drekka Mojhitos..veiiiii =)

Anonymous said...

jiiii hvað það verður gaman :)

kv, Zanný