Pages

Tuesday, March 18, 2008

Skemmtilegt frí

Ég var varla komin heim úr skólanum á föstudaginn, síðasta skóladeginum fyrir páskafrí, þegar ég fór að finna til í munninum. Kom í ljós seinna um kvöldið að ég var komin með eitt stykki endajaxl......hvorki meira né minna. Heppin ég. Var að drepast alla helvítis helgina úr verkjum. Hringdi svo strax í gær á báðar tannlæknastofurnar hér á Akranesi en hvorug átti lausan tíma, en ætluðu að hringja ef eitthvað myndi losna. Sem betur fer var hringt í mig kl 10 í morgun og sagt að ég mætti koma. Ég fór að sjálfsögðu og tannlæknirinn tilkynnti mér að það komi ekkert annað til greina en að fjarlægja gripinn. Ég bjóst nú ekki við öðru. En að fá deyfingu hjá tannlækni er bara það versta sem ég veit um. Ég byrjaði að svitna bara við tilhugsunina eina. Svo gekk eitthvað illa að deyfa mig, þannig að ég þurfti að fá sirka 10 sprautur. Svo þurfti að skera og jugga jaxlinum til og frá í dágóðan tíma til þess að ná honum í burtu og að lokum var saumað fyrir. Vona innilega að ég þurfi aldrei að gera þetta aftur. Er svo búin að liggja hérna í allan dag með kaldan bakstur á kinninni og horfa á hverja bíómyndina á eftir annarri. Get ekkert borðað nema verkjalyf og sýklalyf svo að ég er alveg að farast úr hungri. Gæti hugsanlega borðað jógúrt eða súpu, en það er ekki til og ég nenni ekki að fara og kaupa það. Stundum væri gott að hafa einhvern til að stjana við sig, ég segi ekki annað.

1 comment:

Anonymous said...

þú getur huggað þið við að geta borðað páskasteikina:D Annars.. er ekki hittingur á laugardaginn????

endilega láttu mig vita..

kveðja Rannveig