Pages

Thursday, March 13, 2008

Framtíðin

Ákvað að breyta lúkkinu á síðunni minni. Alveg kominn tími á breytingar sko.

Það er alveg ótrúlega mikið sem ég þarf að ákveða þessa dagana. Ákveða hvað ég ætla að skrifa um í BS ritgerðinni minni, hvað við ætlum að skrifa um í missó, hvað ég ætla að fara að gera í haust; vinna eða meira nám, ákveða hvar ég ætla að búa, í hvaða skóla Elín á að fara og svo framvegis. Ekki nóg með að þetta séu margar ákvarðanir, heldur eru þetta líka allt ákvarðanir sem geta haft mikil áhrif á framtíðina mína og Elínar.

En eins og staðan er núna þá er ég búin að ákveða þetta:

  • Skrifa um hlutverk stjórnenda/leiðtoga í samrunum og yfirtökum í BS ritgerðinni minni. Talaði við leiðbeinandann minn í gær og honum leist alveg rosalega vel á þetta efni, þannig að við slóum því bara á fast. Sjæææsss.....
  • Flytja á Keili í haust og fara í Íþrótta Akademíuna meðfram vinnu og læra þar alhliða einkaþjálfun, sem er 9 mánaða nám.
  • Þá þarf ég bara að fá vinnu í Reykjanesbæ og skóla fyrir Elínu svo maður sleppi við að keyra á milli. Finnst það svo einstaklega leiðinlegt. Elín er ótrúlega spennt fyrir því að flytja til Keflavíkur, af því að hún þekkir eitthvað fólk sem á heima þar. Kynntist þeim út á Mallorca í fyrra.....ég sagði henni að það væri nú ekki víst að hún myndi hitta þau aftur, en henni var alveg sama. Ótrúlega spennt.
  • Haustið árið 2009 myndi ég svo vilja fara í meistaranám, helst einhversstaðar á Bretlandseyjum. Spái nánar í staðsetningunni aðeins seinna. Vona bara að Elín verði sammála mér um að það sé ótrúlega spennandi að búa í útlöndum í smástund. Henni finnst það nefnilega ekki eins og er, en þarna verður hún að verða 8 ára gömul og vonandi búin að skipta um skoðun........
Þá er bara eftir að ákveða missó-efni og stefnum við hópurinn á að ákveða það áður en við förum í páskafríið. Sem by the way.....er á morgun!!!! Á morgun er sem sagt síðasti skóladagurinn á þessari önn.......get ekki beðið. Fáum alveg rúmar 2 vikur í frí áður en prófin byrja. Verður svooo næs.

P.S. Komnar myndir frá afmælinu hennar Svönu, Bifró og afmælinu hennar Möggu inná myndasíðuna mína.

No comments: