Pages

Saturday, March 22, 2008

Páskar

Lærdómurinn gengur alveg ágætlega fyrir sig hérna í sveitinni. Er búin að vera ótrúlega dugleg í dag að minnasta kosti, þó svo að það hafi farið minna fyrir dugnaðarheitunum í gær..... Í dag fór ég tvisvar sinnum í ræktina og lærði alveg gommu í Stjórnun og Stefnumótun. Ætla núna að segja skilið við það fag í bili.

Þar sem ég fer í 4 lokapróf eftir fríið mitt þá verð ég víst að skipta jafnt á milli allra faga. Á morgun ætla ég sem sé að byrja í Lögfræðinni og tækla hana fram á miðvikudag. Þá tekur við Stjórnunarbókhald fram á föstudag eða laugardag og eftir það ætla ég að skella mér í leiðinlegasta fag annarinnar; auðlindahagfræði. Mér fannst einhvernveginn fyrir fríið að ég hefði nægan tíma til að læra undir öll prófin. Svo er ég bara búin að vera að sjá það núna síðustu daga að það er ekki svo. Ég missti náttla alveg úr 3 daga út af tann-veseninu, alveg á besta tíma eða þannig.

En allavega, seinnipartinn á morgun fer ég uppá Skaga að fela páskaeggið fyrir prinsessunni minni. Einnig ætla ég að smakka á risastóra páskegginu sem býður mín í skápnum heima hjá mömmu. Nammi namm. Held ég verði að hlaupa 2 auka kílómetra í ræktinni í fyrramálið svona rétt til þess að lina samviskuna.........

Gleðilega páska allir

2 comments:

Anonymous said...

Já úff mar það verða hlaupnir nokkrir auka kílómetrar þessa vikuna til að dekka súkkulaðiátið sem átti sér stað í dag :/ Er alveg búin með mánaðarskammtinn held ég !!
Sjáumst hressar á morgun í súkkulaði"af" skokkinu =)

Anonymous said...

Páskaeggið sem þú seldir mér stóð alveg fyrir sínu..nammnamm, við famelían erum að verða búin að svolgra því í okkur og já búin að hlaupa nokkra auka spretti yfir páskana.. allavega er mínu spiki ekki boðið með á ströndina... en gangi þér vel að læra, ég hef ekki nokkra trú á öðru en að þú eigir eftir að rúlla þessum prófum.. sjáumst skvís

Rannveig