Pages

Saturday, February 2, 2008

Inni eða úti?

Ég var að spá. Er nebbla búin að vera að horfa á Beauty and the Geek og snemma í hverri seríu fara nördarnir alltaf í make over. Gott mál. Nema hvað, að þeir fara í body vax.....og það er gjörsamlega allt tekið fyrir ofan mitti. Líka hvert eitt og einasta bringuhár. Hvað er málið með það? Eru bringuhár bara algerlega out eða? Ég viðurkenni alveg að þegar ég var 18 ára og yngri þá fannst mér bringuhár ógeðsleg, en á mínum eldri (elli) árum hef ég lært að meta þau og finnst þau í dag bara frekar hot. Samt ekki ein og sér sko.....heldur á svona karlmanni. Sætum. Og flottum. Huhumm......einíveis, ég fór bara að spá í þessu þegar ég var að horfa á þáttinn. Finnst þetta soldið fáránlegt. Kannski er ég bara svona halló eða eitthvað..... Fyrir alla muni má fjarlægja bak- og axlar hár.....en bringuhárin má láta í friði (nema náttla að það sé óeðlilega mikið af þeim).

Á morgun þarf ég að baka einhverja köku fyrir kökubasar sem útskriftarfélagið er að fara að halda á mánudaginn. Erum að safna okkur pening fyrir útskriftarferðinni......sem verður í Mexico einhverntíma í ágúst. Kostar alveg um 180.000 kall þannig að það er um að gera að byrja að safna sem fyrst.....En jæja, ætla að halda áfram að drekka laugardagskókið mitt......

Og Gottskálk er asnalegt nafn.

2 comments:

Anonymous said...

ég veit ekki alveg með öll þessi hár ! það verður allavega að vera mjög vel snirt ;)
kveðja Magga

Anonymous said...

Kannski er þetta ellin að segja til sín en að mínu mati eru bringuhár inni sko...en það má klárlega ekki vera of mikið af þeim og alls ekki á bakinu..það er off :p Þetta þarf allt að vera svona temmilegt sko..og auðvitað á hot gaur ;)

Gangi þér vel í öllum þessum verkefnum í vikunni..rugl mikið að gera :/ Og já, kökurnar okkar voru snilld..nammi namm :p