Tuesday, January 22, 2008

To je pravda


Ég er ekki að trúa þessu. Einn af mínum uppáhaldsleikurum og einn af flottustu mönnum í heiminum er dáinn. Ekki nóg með að hann hafi verið hot as hell heldur var hann líka drullu góður leikari og virtist vera svona góður gæji sem þú færir stolt með heim til mömmu gömlu, og hún myndi dýrka hann, rétt eins og restin af kvenþjóðinni eins og hún leggur sig. Ég sá hann fyrst í myndinni 10 things I hate about you, og þrátt fyrir að hafa verið rétt svo komin með hvolpavit, þá varð ég "ástfangin" við fyrstu "sýn".


Hvort sem hann var dökkhærður, ljóshærður, stutthærður, síðhærður, krúnurakaður, skeggjaður......skipti ekki máli.....hann bara einfaldlega var flottur. Ekki skemmdi ástralski hreimurinn svo fyrir. Núna verð ég að hætta að láta mig dreyma um ferð mína til Ástralíu til þess eins að hitta draumaprinsinn. Ótrúlega sorglegt allt saman. Og ekki bara fyrir mig sko...líka fyrir fjölskylduna hans og svona......
R.I.P. Heath Ledger

6 comments:

Steinunn said...

Já þetta er alveg hrikalega sorglegt :( Einn af þessum fáu sem var fáránlega heitur alveg sama hvernig hann var og actually gat virkilega leikið en ekki bara verið sætur...!!
En við getum nú enn farið til Ástralíu því að hún lumar nú á töluvert fleiri heitum garum..tanaðir surfer gæjar með ómótstæðilegan hreim...já við verðum klárlega að kíkja þangað einn daginn :)

Anonymous said...

Jam maður varð bara frekar sjokkeraður á að fá þessar fréttir :( fyndið samt að ég hugsaði strax um þig þegar ég heyrði þetta :)
Kveðja Magga

Steinunn said...

Haha var að taka eftir quote-inu hérna til hliðar...alger snilld svo ekki sé meira sagt. Þetta verður klárlega mikið notað ;)

Anonymous said...

Já þetta er ótúlega sorglegt, ég er ekki að komast yfir þetta.... sammála Möggu fyrsta sem ég hugaði um þegar ég frétti þetta varst þú :) nú þarf bara að taka fleiri Heath Ledger kvöld (eins og á föstudaginn)

Anonymous said...

ps: kv, Zanný

Anonymous said...

Ú ú má ég vera með í Heath Ledger kvöldi...ég á Knight´s tale og hann er bara georgeus í henni ;)

Rósa hveddnig væri nú að fara að koma með nýtt blogg..erum að tala um að þetta er þriðja kommentið mitt á þessa færslu :)

Steinunn