Tuesday, December 4, 2007

Home sweet home

Fæ alltaf þessa tilfinningu eins og ég sé komin HEIM þegar ég kem aftur til Prag eftir veru í öðru landi. Ekki að önnur lönd séu eitthvað slæm......heldur er Prag bara svona æðisleg. Líður virkilega eins og ég eigi heima hérna og finnst allt hérna alveg næstbest (á eftir Íslandi auðvitað)......

En já, ég kom heim frá Steinunni í gærkveldi eftir 7 tíma ferð í lest. Nýtti tímann á meðan ég "keyrði" í gegnum Ungverjaland, Slóvakíu og Tékkland til þess að læra undir lokapróf sem ég er að fara í morgun í Information security. Fjallar um cryptography, encryption, ciphering, algorithms og fleira......voðalega skemmtilegt eða hitt þó heldur. Fengum 31 spurningu fyrirfram og svo koma einhverjar 5 á prófinu, sem er að sjálfsögðu gagnalaust og er tekið á blaði en ekki í tölvu. Höfum við aðeins 35 mínútur til að klára prófið þannig að það er greinilega ekki verið að leita eftir ítarlegum svörum. Okkur var reyndar tilkynnt í skólanum í morgun að það væri enginn að fara að falla í þessu prófi (maður er vanur á Bifröst að kennararnir hræði mann og segi að það hafi verið 60% fall í áfanganum síðast og ef við lærum ekki í ár og aldir þá munum við falla) þannig að ég er nú ekki að hafa áhyggjur. Er með öll svörin og er búin að lesa yfir einu sinni. Prófið er svo klukkan 16:30 á morgun þannig að ég hef nægan tíma á morgun líka til að lesa. Þannig að annað kvöld á ég bara eftir 3 áfanga hér í útlandinu......búin með 4. Næs. Er búin að vera í 7 áföngum hérna en samt ekki rassgat að gera........svoooo skrítið.

En að aðeins merkilegri fréttum. Litli bróðir minn (sem er samt alveg að verða 25 ára) varð pabbi í gærmorgun. Hans heittelskaða eignaðist risastóran strák, komin alveg um 12 daga fram yfir eða eitthvað. Var tekin með keisara þar sem strákurinn var ekki enn búinn að skorða sig. Gat það sennilega ekki vegna ofurstærðar.......hehehe. En hann ku vera alveg 57 sm og um 4 kíló!!! Elín Mist vó það mikið þegar hún var 4ja mánaða gömul. Þannig að hann er loksins kominn í heiminn, litli frændinn minn. Hlakka svoooo til að fá að sjá hann um jólin og knúsa hann smá..... Það er að segja ef ég get haldið á honum.....hann er svo þungur og ég er búin að missa alla vöðvana mína. En það reddast, átak eftir áramót sko. Ekki spurning.

Tókum jólahreingerningu áðan, ég og Nina herbergisfélaginn minn. Ryksuguðum og skúruðum og þurrkuðum af. Erum núna með kveikt á kertum útum allt og jólalög í spilun. Á morgun ætlum við að kaupa okkur pínkuponsu lítið jólatré til að reyna að skapa alvöru jólastemmningu. Verð að vera komin í jólaskapið áður en ég kem á klakann....þar sem ég rétt svo næ að detta inn fyrir jól.

En jæja, ætla að horfa á smá Scrubs svona rétt fyrir svefninn......

Ég elska Scrubs. Sérstaklega þetta atriði:
"I suppose I could riff a list of things that I care as little about as our last week together. Lemme see, uhh... Low-carb diets. Michael Moore. The Republican National Convention. Kabbalah and all Kabbalah-related products. Hi-def TV, the Bush daughters, wireless hot spots, 'The O.C.', the U.N., recycling, getting Punk'd, Danny Gans, the Latin Grammys, the real Grammys. Jeff, that Wiggle who sleeps too darn much! The Yankees payroll, all the red states, all the blue states, every hybrid car, every talk show host! Everything on the planet, everything in the solar system, everything everything everything everything everything everything - eve - everything that exists - past, present and future, in all discovered and undiscovered dimensions... Oh! And Hugh Jakcman".
Svo mikil snilld að það er varla fyndið. Eða jú annars, það er fyndið.......

Bless bless (og af hverju eru allir allt í einu hættir að kvitta???)

8 comments:

Egill said...

haha, þetta er svo frábært atriði!

og svo segir J.D.eitthvað "but Hugh Jackman is Wolverine, how dare he!" snilld....

anyways til hamingju með nýja drenginn í famelíuna... kemur eflaust sterkur inn eftir þessa löngu dvöl í kviðnum :-)

Benni said...

Hey
Til hamingju með litla eða allavegana splunkunýja frændann þinn. Svo förum við bara bráðum að sjást á klakanum. hvenar kemurðu annars til landsins?

Steinunn said...

Hæ elskan og til hamingju með frændann..aftur..hehe !! Í dag eru 2 vikur í að ég fari heim, shit hvað þetta er fljótt að líða, hlakka til að sjá þig :D

Anonymous said...

til hamingju með litla frænda, kv Rannveig

Steinunn said...

huhh tvö comment á eina færslu..nokkuð gott :) Þarf að hitta á þig á msn fljótlega..hef smá sögu að segja hehe =)

Sigrún said...

Til hamingju með litla/stóra frænda:)
Hehe...við vorum einmitt að ræða það hérna í Frakklandinu að það yrði sko átak eftir áramót því við erum eiginlega aðeins of duglegar að leyfa okkur allt hérna;)
Vorum að vonast til þess að þú yrðir aftur með BodyPump tímana, þeir eru snilld:)
Haha...good times hérna í sumar líka þegar við skelltum okkur út í sólina með pallana og allt draslið;)

Anonymous said...

Hæ elskan og til hamingju með litla frænda.... loksins kom hann í heiminn heheh segi nú ekki annað :) En allavega hlakka til að sjá þig á klakanum.

ps: við vorum að skila missó skýrslunni hehehe :)

kv, Zanný

Rósa Soffía said...

Takk fyrir kveðjurnar allir saman.

Benni: Ég kem heim á klakann seint um kvöld á þorláksmessu. Ákvað að nýta tímann og vera hérna í Prag eins lengi og ég mögulega gæti. Væri gaman að hittast í smá tjútt á milli jóla og nýárs.....

Sigrún: Já, það verður sko átak. Maður er búinn að leyfa sér allt of mikið og fer ekkert í ræktina. Gengur náttla ekki. Verðum alveg pottþétt með einhverja skemmtilega tíma í ræktinni....jafnvel skokkhóp eða eitthvað....Allt sem mögulega gæti virkað, heheh.

Zanný: Á síðustu mínútu að skila.....eitthvað kannast ég nú við það frá því síðast.... En vonandi gekk þetta allt vel hjá ykkur....og ég verð með ykkur í anda í málsvörninni. Getiði ekki tekið hana uppá myndband fyrir mig? Langar svoooo að sjá.....