Pages

Wednesday, November 28, 2007

Nóg að gera sko....

Loksins komið internet inná herbergið mitt. Búin að vera netlaus núna í rúmlega viku og kenni ég herbergisfélaganum mínum um það. Hún var nefnilega svo rosalega sniðug að kaupa fjöltengi þannig að við gætum báðar notað netið og setti net-tengilinn í aðra innstungu. Svo var ekkert net og hún fór og kvartaði og heimtaði að fá peninginn sinn til baka sem hún hafði borgað fyrir netið. Svo skilaði hún þessu fjöltengi þannig að ég ákvað að prófa að setja þetta allt saman aftur eins og það var áður en hún kom til sögunnar.....og viti menn, netið virkaði alveg um leið :) Hún er að fara að flytja út í næstu viku þannig að þá verð ég ein aftur. Er að spá í að borga aðeins meira til þess að fá alveg pottþétt ekki fleiri herbergisfélaga. Langar að vera bara ein í herbergi það sem eftir er. Það er svoooo næs.

En já, ég fór í fyrsta lokaprófið mitt í gærdag, í áfanga sem heitir European Union structural and economy policy og fengum við svo út úr prófinu sama dag. Náði með einni villu, takk fyrir túkall. Reyndar var þetta léttasta próf sem ég hef farið í fyrr og síðar á háskólastigi (ef mætti kalla) en það er aukaatriði..... Fórum eftir prófið og fengum okkur í glas. Erum svo út í búðinni okkar að versla meira áfengi fyrir kvöldið þegar ég fæ símtal frá honum honum Ebba Bifrestingi. Nei, nei, eru hann og Svenni ekki bara staddir í Prag og við ákveðum að sjálfsögðu hitting steinna um kvöldið. Pólsku stelpurnar voru nú ekki í miklum djammgír frekar en fyrri daginn þannig að ég, Alex og Max sátum, sötruðum og spjölluðum og fórum svo í bæinn um miðnætti, þar sem við hittum Bifrestingana góðu. Fórum öll saman á bar og fengum okkur í aðra tánna eða svo. Var svo komin heim um 4 leytið og rotaðist næstum því áður en ég lagðist á koddann.

Hitti svo þá Ebba og Svenna í dag um hádegisbilið og byrjuðum við daginn á góðum lunch á Reykjavík Restaurant. Tókum svo algeran túrista á þetta; Karlsbrúin, Nikulásar-kirkjan og Prag kastalinn. Enduðum í miðbænum þar sem við fórum og hittum vinkonu hans Svenna, hana Ingunni, sem býr hér í Prag og vinnur í Vero Moda. Fórum öll saman yfir á Fridays og fengum okkur sjúklega góðan mat. Ég og Ingunn gerðum þau miklu mistök að fá okkur eftirrétt......var svooo að springa eftir á að það er varla fyndið. Eftir matinn þurfti ég svo því miður að drífa mig heim, því á næstu tveimur dögum þarf ég að flytja 3 kynningar í skólanum, hvorki meira né minna. Er bara búin að semja eina af þessum kynningum, þannig að ég þarf að vera brjálæðislega dugleg í kvöld að semja...... dæs.....

Á föstudaginn verð ég svo samferða þeim Ebba og Svenna í 7 klukkustunda lestarferð til Búdapest, þar sem ég er að fara að heimsækja hana Steinunni mína. Rosalega gaman að þurfa ekki að fara í þessa ofurlöngu rútuferð alein.....fæ þennan líka úber skemmtilega félagsskap. Hlakka svo ógó mikið til að hitta Steinunni mína og fá að skoða borgina hennar :)

En jæja, lærdómurinn getur víst ekki beðið endalaust.

P.S. Myndir af heimsókninni hennar Elínar og frá Feneyjum eru komnar inn......

1 comment:

Steinunn said...

Hæææjjj :) Ekki á morgun heldur hinn...vííí. Hlakka ekkert smá til að sjá þis skvís og gott að þú færð þennan eðal company í lestinni :p Fór á skauta í dag og við þurfum pottþétt að kíkja þangað.
Mikið rosalega stækkar þetta barn þitt, en alltaf jafn rosa sæt :)
Sjáumst bráðum..