Sunday, November 18, 2007

Ég hlakka svo til.....

Mér líður eins og litlu barni sem er að bíða eftir jólunum...... Ástæðan fyrir því er að eftir 1 klukkutíma og 45 mínútur mun ég hitta litlu skvísuna mína í fyrsta skiptið í akkúrat 2 mánuði. Váááá, hvað það verður gaman.

Eins og ég talaði um hérna um daginn þá fór ég á hárgreiðslustofu og fékk mér strípur í hárið. Big mistake. Ekki það að hárið mitt sé appelsínugult eða álíka, heldur þá sést bara ekkert að það hafi verið litað, nema að ég sé með það slegið. Eins og þeir sem þekkja mig vita, þá gerist það ekkert rosalega oft. Ég bað sem sé bara um strípur í rótina og benti ofan á hausinn á mér. Kellingin hefur tekið mig svona á orðinu og litaði bara OFANÁ....og fyrir þetta borgaði ég 800 kórónur (sem eru sirka 2500 ISK). Fáránlegt alveg. Má náttúrulega ekki gleyma að nefna það heldur að ég þurfti að borga 620 kórónur fyrir hárþvottinn, hárblásið og stílingu. Hún má reyndar eiga það kellann að hárið mitt hefur aldrei á ævinni verið jafn þurrt, þar sem hún tók sirka 40 mín í að þurrka það. Svo gerði hún ekkert meir.....veit ekkert hvað varð um þessa stílingu..... Fer pottþétt ekki í jólaklippinguna þarna sko, þvílíkt rip off.....

Í gærmorgun fórum við Alex, Marta, Milka og Taina í smá ferðalag. Tókum rútu í tæpan klukkutíma til Terezín. Þið sem ekki vitið hvað Terezín er, þá er það einn af bæjunum sem Nasistarnir notuðu til þess að "hýsa" gyðingana á árunum 1941-1945. Fangabúðir Gyðinga sumsé. Gyðingar voru fluttir þangað alls staðar af úr Evrópu, meðal annars frá Danmörku. Bænum Terezín var skipt í tvennt með risastóru virki. Öðru megin bjuggu bæjarbúar og hinu megin voru gyðingarnir neyddir til að búa við ákaflega léleg skilyrði. Þeir sem gátu voru látnir vinna mikið, hreinlætisaðstaða var lítil sem engin, þeim var hent 400-600 manns í klefa sem í mesta lagi hefði átt að hýsa um 30 manns. Yfir heildina dóu um 75.000 manns í þessum fangabúðum, sumir af völdum sjúkdóma eða hungurs en aðrir af völdum Nasistana. Í stuttu máli er einfaldlega hægt að segja að þetta hafi verið hryllingur. Að labba þarna um og lesa söguna um Hitler og hina Nasistana er alger viðbjóður. Að hugsa sér að allt þetta hafi verið gert, einungis vegna þess að þetta fólk voru gyðingar. Tók eitthvað af myndum sem ég er búin að hlaða inn á síðuna mína.

Í gærkveldi héldum við svo uppá afmælið hennar Mörtu, sem er í dag 22. ára. Fengum okkur nokkra drykki á hostelinu og skelltum okkur svo á klúbb sem heitir Misch Masch. Árný og Sigga Lóa Bifrastarpíur slógust í hópinn og var nú gaman að sjá kunnuleg andlit og spjalla saman á íslensku. Djömmuðum nú ekkert of lengi, var komin heim um 3 leytið minnir mig.

En jæja, verð að henda mér í sturtu og fara svo á flugvöllinn.....vííííí

3 comments:

Steinunn said...

Hæ skvís, vildi bara segja hafðu það endalaust skemmtilegt með litlunni og gamla settinu :) Njóttu tímans vel...annars eru svo bara 5 vikur í heimför...

Magga said...

Ég ætlaði líka bara að segja þér að hafa það yndislegt þessa daga sem skvísan er hjá þér :)

Lilja Ósk said...

Hæjjj
Ofunda þig geggjað að fá Elínu í heimsókn! Væri sko alveg til í að hafa mína hjá mér..

Have a blast!

:)