Pages

Thursday, October 4, 2007

Dobrý den !

Þar sem ég hef ekki látið sjá mig á veraldarvefnum í meira en viku núna þá veit ég eiginlega ekki hverju ég á að byrja að segja frá. Við sem búum hérna á heimavistinni áttum að fá netið inní herbergin okkar á mánudaginn, en svo var því breytt yfir í miðvikudaginn ooooog svo kom í ljós í gær þegar við fengum “innstungurnar” að sumar þeirra eru eitthvað bilaðar. Og já, ég er auðvitað ein af þeim afar heppnu sem hafa bilaða innstungu og verður þetta ekki komið í lag fyrr en á þriðjudaginn. Ég er núna hérna niðrí tölvuherberginu, sem er afar kuldalegt og fullt af túristum, og býst ég ekki við að koma hingað aftur. Held ég bíði frekar eftir að fá netið inní herbergið mitt eina ferðina enn. Eeen allavega, nóg um það. Fyrsta vikan í skólanum var mjög bissí. Ekki vegna lærdóms samt, heldur var dagskráin full af öðruvísi viðburðum. Til dæmis þá fórum við í keilu, skoðunarferðir hist og her, kráarferð, “tearoom”, tékknesku krakkarnir elduðu fyrir okkur típíska tékkneska máltíð, við fórum í fyrstu tímana okkar í tékknesku og sitthvað fleira.

Kynnningarvikan endaði svo á “Ropes Course” sem var staðsett inní miðjum skógi nálægt litlum bæ fyrir utan Prag sem heitir Tabor, og tók ferðin þangað um 2 klst með lest og rútu. Þetta námskeið lýsir sér þannig að við áttum að vera 2 og 2 saman í liðum og skiptum við okkur þannig að allir voru með buddy-inum sínum í liði og því var ég með Martin. Svo áttum við að klifra í um það bil 15 til 20 metra hæð í allskonar þrautum samansettum úr köðlum, stigum, brúum á milli trjáa og þess háttar á meðan hinn liðs-meðlimurinn var niðri að halda í kaðalinn þannig að það væri ekki séns að maður myndi detta niður. Ég klifraði upp stiga í sirka 15 metra hæð og án gríns þá skalf hvert einasta bein í líkama mínum meira og meira við hvert skref sem ég tók uppá við. Hræðslupúkinn ég lagði ekki í að fara á milli trjánna í einhverjar þrautir heldur lét ég það bara duga að sleppa takinu þegar upp var komið og hékk ég þarna í sirka 15 metra hæð og Martin lét mig svo síga niður. Þetta var svo magnað að ég get ekki einu sinni lýst því hvernig mér leið. Fyrir suma er þetta kannski ekki svo merkilegt, hehehe, en ég hef aldrei gert neitt þessu líkt áður og finnst þetta sko vera alveg stór viðburður.

Þessi vika er svo búin að vera mjög róleg. Við erum búin að mæta í tékknesku í skólanum og í dag var tími í International business og á morgun er einn tími í viðbót.....man ekki alveg hvaða fag samt.... En svo byrjar skólinn fyrir alvöru næstkomandi mánudag. Eða þriðjudag réttara sagt, því það er enginn skóli hjá okkur á mánudögum. Ég er í 7 fögum (því þau eru öll með svo fáar einingar, til þess að ná 15 einingum verð ég að vera í svona mörgum) en samt er ég eiginlega bara í skólanum á fimmtudögum og föstudögum. Ég byrja seint á miðvikudögum, sem hentar mjög fínt, því hér eru skiptinema-partýjin á þriðjudagskvöldum......

Skólinn sem ég er í er mjög lítill og erum við aðeins 10 skiptinemarnir í honum. Það eru 4 stelpur frá Póllandi (Marta, Asja, Kasja og Justine), 2 stelpur frá Finnlandi (Milka og Taina), 2 strákar og 1 stelpa frá Þýskalandi (Max, Alex og Anna) og svo ég. En svo búum við öll (nema finnsku stelpurnar og sú þýska) á sömu heimavistinni og þar eru einnig fullt af skiptinemum úr öðrum skóla. Stelpan sem ég deili herbergi með heitir Tina og er frá Slóveníu og er í “The academy of arts” að læra einhverskonar hönnun. Okkur kemur mjög vel saman, sem er bráðnauðsynlegt því við búum gjörsamlega ofan í hvor annarri. Núna um helgina erum við að fara á einhverskonar “Icelandic festival” sem er hérna í Prag yfir nokkra daga og meðal annars þá mun Daníel Ágúst og Worm is Green spila þar. Það verður án efa mjög gaman að sjá.

Svo styttist í heimsóknir frá íslenskum vinum. Víííí. Egill kemur núna 11. okt, Steinunn kemur í kringum 23. okt og Magga, Guðný og Katrín koma 2. nóv. Hlakka svo til!!!! En hvað með þig Zanný, ætlar þú ekkert að koma í heimsókn til mín?? You know you want to.... :)

Jæja þá er þetta alveg örugglega orðið að lengstu blogg færslu in the history of the world. En það er næstum vika í að ég komi á netið aftur þannig að þið hafið svosem nægan tíma til að lesa þetta allt saman, hehehe. Ég er svo búin að setja inn alveg fullt af myndum frá kynningarvikunni líka sem þið getið skemmt ykkur við að skoða.

Ahoj!!

8 comments:

Anonymous said...

Nóg að gera hjá þér, það er svo sem ágætt því að þá hefuru minni tíma til að sakna okkar hérna á klakanum :D

Anonymous said...

ohhh sorry þetta var frá mér Dröfn :D

Anonymous said...

Hæ skvís, gaman að lesa loksins smá hvað þú ert búin að vera að gera. Hlakka ekkert smá til að koma til þín...Prag lúkkar alveg þokkalega vel á þessum myndum hehe :)
Steinunn

Anonymous said...

Hljómar allt rosa vel:) Prag er æðisleg borg, ekkert smá fallegar byggingar, og svo ódýrt að borða og drekka (þó maturinn sé sumstaðar ekkert spes;) hehe
Kveðja frá Toulon, Sigrún
p.s erum komnar með blogg (www.toulon.bloggar.is)

Anonymous said...

Var að skoða myndirnar þínar, og ég verð bara að segja öfund,öfund,öfund,öfund, hafðu það sem allra best skvís, kv Rannveig

Anonymous said...

Noh! nú eru bara 3 dagar í að ég kem til þín, er orðin alveg svaðalega spenntur... það mætti halda að maður hefði ekki séð þig í mörg ár sko :-)
spennó!

hugs and kisses, Egill

Anonymous said...

Hey var bara fyrst núna að sjá þetta nýja blogg þitt. Lúkkar vel og þá sérstaklega myndirnar efst:)
18 kíló í yfirvigt?? vissirðu ekki hvað allt er ódýrt þarna? Ég er strax farinn að kvíða því hvernig ég eigi að koma öllu þessu sem að ég er búinn að sjoppa hérna heim, samt má ég hafa 56 kíló með mér. Missti mig að eins um helgina.
Þú verður svo dugleg að blogga stelpa

Benni

Anonymous said...

hæ hæ skvís

Gaman að fá fréttir af þér þarna úti, öfunda þig alveg smá ;) En hafðu það ofsalega gott áfram.

Edda