Pages

Tuesday, June 26, 2007

Booring....

Sit núna í fyrirlestri í MOBS (Methodology of business studies). Fyrirlestrarnir eru haldnir á ensku og er alveg óhætt að segja að kennarinn sé ekki sá besti á því sviði. Þetta er rosalega svipað og í vetur þegar við vorum í IMCB hjá honum Huga. Mér finnst einfaldlega að það eigi ekki að láta kennara, sem ekki eru góðir í ensku, kenna á ensku. Skiptinemarnir eiga rosalega erfitt með að skilja svona íslenska-ensku, og það er nú fyrir þá sem þessir áfangar eru kenndir á ensku in the first place. Er að velta því fyrir mér hvort ég eigi að taka lokaprófið í þessu fagi á íslensku eða ensku. Í þeim fögum þar sem þetta hefur verið optional þá hef ég tekið prófin á ensku til þess að æfa mig, sérstaklega fyrir skiptinámið. En núna er ég með rosalega mikið af glósum og prófum frá því í fyrra á íslensku.....þannig að ég veit ekki alveg hvað ég á að gera. Eeeen ég verð að vera búin að ákveða mig fyrir föstudaginn.

Helgin síðasta var svo alveg rosalega fín. Fór í skvass á föstudeginum og vááá hvað það var gaman. Vildi að það væri hægt að fara í skvass hérna í sveitinni. Var reyndar þvílíkt aum í hægri hendinni það sem eftir var af helginni....skyndilega var orðið erfitt að gera einföldustu hluti, eins og til dæmis að drekka úr glasi og greiða hárið. En er orðin fín núna. Svo grilluðum við Egill á laugardagskvöldinu og buðum nokkrum vel völdum í mat og smá tjútt. Maturinn var mega góður og ég borðaði óóógeeeeðslega mikið. Vorum búin að ákveða að fara í bæinn og halda áfram með tjúttið þar, en svo þegar kom að því þá nennti meirihlutinn ekki að fara, þannig að því var bara sleppt. Svona er þetta kannski bara þegar maður er orðinn gamall. Bærinn einu sinni í mánuði er bara mikið meira en nóg. Úff....neinei.....þetta var bara svona one time thing. Næst fer ég pottþétt í bæinn sko.....

Jæja, ætla að reyna að fylgjast eitthvað með hérna.....
Síjú leiter

3 comments:

Anonymous said...

Sko ég held að ofátið á þessum góða mat hafi átt stóran þátt í að við fórum ekki í bæinn :) Og ekki hjálpaði ísinn hehe !! Takk annars fyrir daginn og kvöldið, var ógó gaman...hlakka til næst þegar ég verð ein af velvöldum hehe :p

Steinunn

Anonymous said...

Vá hef náttla ekkert kíkt hér inn alveg svakalega lengi, bara fullt að gerast :) Já og þú að fara í próf á föstudaginn, gangi þér alveg rosalega vel elskan en ég kem svo á sunnudaginn uppeftir :( ég hlakka nú ekkert svakalega til sko, verð nú bara að segja það.

En það verður allavega voðalega gaman að hitta þig og ykkur sem eru þarna.

Kíki kannski á þig þegar ég kem á sunnud. kem nefnilega ein, enginn börn... sjáumst

kv, Zanný

Anonymous said...

hæhæ
bara að kvitta fyrir skoðið, það væri gaman að prófa skvass í bænum það er nátturulega ekkert svona hér, kv Rannveig