Pages

Friday, April 11, 2014

Föstudags

Þá er enn önnur helgin að ganga í garð. Við erum ekkert að hata það. Elín er farin á Skagann í páskafrí, svo ég er bara alein heima núna í marga daga, sem á klárlega eftir að verða einmannalegt þegar líður á. En sjálf fer ég í páskafrí á fimmtudaginn að sjálfsögðu og ætlum við Elín þá að fara á Bifröst og vera þar í 2-3 daga. Fáum íbúð á Bifröstinni að láni og ætlum að njóta þess bara að vera í fríi. Rifja upp gamla tíma og svona :) En svo mun ég eyða páskunum sjálfum á Skaganum hjá mömmu og pabba, og Elín hjá pabba sínum. Verður ofur gott að fá nokkra daga frí.

Ég byrjaði á nýjum þáttum í vikunni. Þeir heita Bates Motel og ég verð bara að segja að þetta eru með þeim bestu þáttum sem ég hef horft á EVER. Þeir eru samt stórhættulegir líka því manni langar bara að horfa á næsta og næsta og næsta.....þangað til að maður áttar sig á því að nóttin er hálfnuð! Þættirnir fá 8,2 á imdb, sem ég er pínu hissa á, finnst að þeir ættu að fá meira. Þættirnir fjalla um mæðgin sem kaupa mótel til að reka, sambandið þeirra á milli er vægast sagt mjög sérstakt og þau eru bæði haldin einhverjum geðröskunum. Það eru framin morð og allskonar drama í gangi. Verðið að tékka á þessum þáttum!


Ég bloggaði um það hérna um daginn að ég keypti mér svona cardio waist belt, sem sagt belti til að hafa um mittið á meðan maður er í brennslu til að auka brennslu á því svæði og til að svitna meira. Ég er búin að nota beltið á hverjum degi síðan ég keypti það, og ég elska það svo mikið! Klárlega bestu kaup sem ég hef gert í langan tíma, ásamt Lemon Lime amino energy og þessu tæki hér:


Núna byrja ég alla daga á 30 mín brennslu á þessari græju, með beltið og amino í hönd. Það er best! Ég svitna sko það mikið að það er ekki þurr dropi á mér frá mitti og niður að hnjám, án gríns. Beltið virkar!

Ég er svo spennt fyrir sumrinu, ætla mér að vera í hrikalegu formi þetta sumarið. Var alls ekki í góðu formi síðasta sumar og var þar að leiðandi ekki mikið að spranga um í bikini, en þetta sumar verður annað! Hlakka svo til :)



Er í aðeins betra formi á þessum myndum heldur en núna. Stefnan er sett á þetta form fyrir sumarið og byrja þá keppnisundirbúninginn í GÓÐU formi svona 16 vikum fyrir mót :) 

G.Æ.S.
xx
Rósa



No comments: