Þá liggja úrslitin fyrir í Sexy in 60 áskoruninni og ég vann því miður ekki. Ég hafnaði í 4.sæti. Það verður að hafa sig. Ég gerði allavega mitt besta og náði rosalega góðum árangri. Get víst ekki verið óánægð með það. Svo er bara spurning hvað maður gerir í framhaldinu, ég er allavega að halda áfram á matarplaninu, en búin að breyta aðeins æfingaplaninu. Svo eftir áramót byrjar hún Michelle með nýja áskorun, það er alveg spurning hvort ég skrái mig í hana. Annars var ég að fá póst frá henni áðan sem mér fannst frekar spennandi, hún er að setja saman "competition team" með stelpum sem hún mun sjá um alla þjálfun fyrir mót og hún var að bjóða mér að vera með í liðinu. Ég ætla að forvitnast meira um það aðeins, hvað það kostar og hvað það innifelur og svona, en mér finnst nú alveg mjöööög líklegt að ég muni skrá mig í það og vera þá í hennar teami fyrir mitt næsta mót, sem mun að öllum líkindum vera 6.apríl.
En ég fer allavega ekki tómhent heim eftir áskorunina, við sem héldum þetta út og náðum árangri fáum allar boli, víííí. Ég þarf samt sennilega að bíða aðeins eftir mínum þar sem hann kemur með pósti náttúrulega :)
Hérna er árangurinn minn á 60 dögum (já ég var orðin algjör bolla eftir sumarið sjæææs)
Hérna er svo hægt að sjá myndirnar af hinum stelpunum úr áskoruninni. Það var Katie sem vann :)
No comments:
Post a Comment