Ljúfa líf!!!
Kom á Skagann í gær og lenti beint í dinner hjá foreldrum mínum. Hamborgari með eggi og læti. Hrikalega gott. Svo var bara slakað á í gærkveldi og farið snemma að sofa. Svaf út í morgun og hitti svo Lilju vinkonu mína uppí íþróttahúsi kl 13 til að taka æfingu. Þetta var svona full body brennslu æfing með áherslu á bak og bicep. Tókum hrikalega vel á því í eina og hálfa klukkustund, var ekkert smááá gaman!!
Svo fór ég með mömmu og dóttur minni að versla inn fyrir jólin. Ekki er það nú ódýrt. Svo elduðum við kjúklinga tortillur i kvöldmatinn og svo er ég núna að bíða eftir Rannveigu og Lilju, þær ætla að koma hingað í heimsókn og við ætlum að spjalla, spila, borða smákökur og hafa það kósý. Svo notalegt svona jólafrí!
Ætla að vakna snemma í fyrramálið og taka aðfangadags-æfingu. Mun skella mér í Metabolic tíma, langar soldið til að prófa það og þau bjóða uppá frían prufutíma á morgun. Hlakka til að sjá hvernig þetta dæmi virkar, vonandi verða þetta mikil átök svo maður eigi smá inni fyrir jólasteikinni :)
Æfing dagsins:
Byrjuðum á niðurtogi með vítt grip og fórum svo beint yfir í niðurtog með þröngt grip. Svo fórum við í supersett æfingar sem við framkvæmdum í lotum, 1 mín í senn, þrjár umferðir. Tókum nokkrar þannig umferðir, alltaf ein þolæfing á móti einni styrktaræfingu. Inná milli tókum við líka Tabata sprett á hlaupabrettinu og enduðum svo á smá brennslu á skíðavél, Mikil átök og mikið fjör. Eins og sést á þessari mynd af Lilju, ég hef greinilega verið mjög skjálfhent að reyna að ná af henni mynd hehhee:
Væri nú ekki leiðinlegt ef hún Lilja byggi í bænum eða ég á Skaganum og við gætum alltaf æft saman......
No comments:
Post a Comment