Pages

Thursday, December 6, 2012

My obsession

Ég er búin að taka ákvörðun!! Ég ætla að halda áfram minni "ferð" á mínum eigin hraða, en ekki bara að vera að einbeita mér að einhverri einni dagsetningu. Svo það verður ekki tekin nein ákvörðun strax með nein mót! Ég tók þessa ákvörðun ásamt henni Michelle sem ég mun halda áfram í þjálfun hjá. Það var annað hvort að taka þátt í næstu áskorun hjá henni eða byrja hjá henni í keppnisþjálfun. Hún mælti með því að ég myndi taka áskorunina frekar, "lean out more" og svo þegar formið er komið þá er hægt að fara að skoða hvaða mót eru á næstunni. Mér leist ótrúlega vel á þá hugmynd og ég veit að hún er greinilega að hugsa um minn hag því hún hefði grætt meiri money með því að taka mig í keppnisþjálfunina hahha. Þannig að eftir áramót byrjar næsta "Sexy in 60 days" áskorun og mun ég vera með í henni (ásamt einni annarri íslenskri stelpu sem ég þekki vúhú). Þessi texti er tekinn af facebook fan síðunni hennar Michelle um áskorunina:

"The Sexy-in-60 Challenge Last Resolution (New Years Edition) will be taking place January 1st, 2013 - March 1st!, 2013 ! I will be accepting 40 contestants to compete for the prize of : full refund of entry fee, free 6 pack bag from sixpackbags.com, free BODYBUG heart monitor, free month of my fitness model packages, and discounts on all future packages. Also, all survivors will be displayed on my fitness page and recieve Sexy-in-60 T shirts. If interested, please email me at info@sexyin60challenge.com ! Spots are filling quickly, all paperwork and entry fee are due by December 28th, 2012!"

Hlakka svo ótrúlega mikið til! Ég ætla ekki bara að komast í það form sem ég verð sátt við, heldur ætla ég að halda mér þar!! Það er eitthvað sem hefur reynst mér erfitt hingað til, ég hef alltaf getað komið mér í ágætis form á góðum tíma, en ég hef aldrei náð að halda mér í því formi lengi. En ég held að með þessum áskorunum þar sem ég er ekki að koma mér í ákveðið form fyrir ákveðna keppni, heldur er þetta bara venjulegt daglegt líf, sé ég að læra inná það að gera þetta allt að lífstíl, ekki ákveðnu tímabili.

Þangað langar mig að fara 

 Í gærkveldi var ég aðeins að leika mér heima með web-camið í tölvunni minni. Ég fann kviðæfingar frá BodyRock sem mig hafði alltaf langað til að prófa, svo ég ákvað bara að gera það. Stillti timer-inn í símanum mínum og kveikti á webbanum. Þetta var svo mikið auðveldara en ég bjóst við. Tók 2 umferðir, hefði klárlega getað meira. Veit það næst.

En æfingin er sem sagt: 15 sek vinna og 10 sek hvíld. Allar æfingar gerðar í plankastöðu.

1. Fætur saman fram og aftur
2. Fætur saman fram og svo sundur aftur
3. Fætur fara í hringi
4. Fætur saman fram og svo sundur aftur
5. Fætur undir og til hliðanna

Hérna er hægt að sjá myndbandið:


Skrítið að sjá sjálfan sig svona í æfingunum heheheh, en bara gaman að því. Hrikalega léleg gæði í web-caminu mínu, það verður bara að segjast eins og er.

Svo styttist bara í jólin og svona, og ég hugsa ekki um jólakökur og jólamat og þess háttar, ég hugsa um hvernig ég get æft yfir jólin en náð samt að klára jólagjafainnkaup og allt þetta jólastúss á sama tíma. Mikið hvað það verður gott að komast uppá Skaga og fara í smá frí á hótel mömmu, hlakka mikið til. Hef soldið velt því fyrir mér hvort að ræktin verði ekki örugglega opin þar fyrir hádegi á aðfangadag, en jú ég trúi nú ekki öðru. Annað væri ekkert nema hneyksli!! 

Ég í ræktinni á aðfangadag - hahaha

Guilty!!

Þetta er Candice Perfect - mér finnst hún hrikalega flott - næstum perfect :)

No comments: