Í dag, 18.desember er afmælisdagur skvísunnar minnar og varð hún hvorki meira né minna en 11 ára gömul. Ég lét það þó ekki stoppa mig í að byrja daginn á spinning tíma í Reebok.
Svo vakti ég litlu skvísuna og hún var ekkert smá spennt, henni finnst svo gaman að eiga afmæli og vera miðpunktur alheimsins. Hún fékk stærri pakka en vanalega í pakkadagatalinu í tilefni dagsins, og í pakkanum var kósý samfestingur. Ekki svona weezo sem allir virðast eiga, heldur bara svona kósý krúttlegur náttgalli. Hún var að sjálfsögðu mjög ánægð með gripinn.
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEhNuqnr-ccUSemkAR7if_vaMuBdFiXuE_42lkFuv3A5Cr0pX424LT3q-l_1FJW-g4GUHJbkCOC0LZz6IzE3_uYmtVUt3gGveZJTvDZtdhVckTRbYzlVxPkiVqQPNE0bQPOFeRvfTsABCPU/s400/IMG1810.jpg) |
Krúttsprenjan mín |
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEjW6xc9rQFrp4yVtWwqQWObyRksD_YOG7gx6kW5iB3wvcNVk-_16f75dvpvC8g70a5QRGXjM3wGwfHUANa5uJsoJVV2yVyGXZ3RgG2TyF14pteb1sV5in0EdQltae_rviduEkaZz4_Q7H4/s320/IMG1811.jpg) |
Þeir eru nú ekki margir eftir pakkarnir á dagatalinu (þetta er dagatal síðan ég var lítil sem ég málaði sjálf) |
Ég fór svo bara í vinnuna og Elín Mist í skólann, og það vildi svo skemmtilega til að það var akkúrat boðið uppá jólamat og ís í skólanum hennar í dag, svo hún fékk smá jólastemningu á afmælisdaginn sinn. Seinni partinn fór ég svo að lyfta og Elín fór á fimleikaæfingu. Í kvöld erum við svo bara búnar að hafa það kósý :)
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEgeq8PlaecwkPbZ3KJODjbS2yYV3YlMYMBtsOX-ncTFkz6JaXM6fZuX7zhq8TiM7tBRRu70HMftjk1eBwgvWe2kDKyKhxN8JMeNpinQuNUGUafVfwEL2G1Tp_7_cA00q2IeuSo7UFaJaZc/s320/IMG1812.jpg) |
Verið að svara afmæliskveðjum á facebook |
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEhaROL4mTOrmnGsSOAn02M0detYyNIvHv78yL8oZCp0q0iGUqoR4ZUlbctnfwzoGTlZgzkFmnqi4gfNDz2_XKF9l3I5ICnQfoXEWSBduj2YnVc0Wa-FuAj8XjU7AQ-98MCOX7Zn_MqtYLs/s320/IMG1815.jpg) |
Aðventuljósin og jóla-órói sem Elín Mist bjó til alveg sjálf :) |
![](https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEghrqVwWgKpXwhJB6nAXJ9DgpPZXwHwQBKkTbbqEzpN4ek0O6lJuJTHrzugdKPLMRea7Y53B0u02e8__yXVIx3WlthzzoL0C3E8k6tLGDlP8BsISB8iwJAo_c-vbczyn1RY1-ctnF5ny_U/s400/IMG1814.jpg) |
2ja ára dama í afmælinu um helgina benti undrandi á sjónvarpið mitt og sagði: Sjáðu hvað Rósa á lítið sjónvarp!! |
No comments:
Post a Comment