Pages

Tuesday, November 6, 2012

Uppáhalds - Supernatural

Aðalpersónurnar í Supernatural: Sam Winchester - Dean Winchester - Castiel

Supernatural er lang -lang - lang - mest uppáhaldsþátturinn minn og Dean Winchester er uppáhalds persónan mín. Ég uppgötvaði þessa þætti síðasta sumar og varð bara ástfangin um leið!! Horfði á allar seríurnar á no time. Þættirnir voru fyrst sýndir 2005 svo ég var soldið sein að uppgötva þá, enda veit ég ekki til þess að þeir séu sýndir hérna heima (correct me if I´m wrong). Þeir fá 8,6 á Imdb sem er mjög gott og núna er í gangi 8. sería. Jensen Ackles heitir hann sem leikur Dean, er fæddur 1978 og varð fyrst frægur fyrir að leika í Days of our lives (eins og Joey). Sá sem leikur Sam heitir Jared Padelecki og er fæddur 1982. Held að hann hafi nú ekki leikið nein stór hlutverk fyrir þetta, lék eitthvað aðeins í Gilmore Girls og einhver önnur smá hlutverk.


Dean Winchester:







Æji þú veist, er hægt að vera eitthvað meira gordjöss? Don´t think so. Bara hann einn og sér er nógu góð ástæða til að byrja að horfa á þessa þætti, ef þú ert ekki að því nú þegar .Svo einfalt er það. Hann er ekki bara eye-candy, heldur er persónan hans í þáttunum bara algjör snillingur.

Svo er Sam nú ekki beint ljótur heldur:



En já, þættirnir hafa líka söguþráð hehe. Má ekki gleyma því. Þættirnir fjalla sem sé um bræðurnar Dean og Sam sem aldir eru upp af föður sínum til að veiða og drepa yfirnáttúrulegar verur, eftir að móðir þeirra var drepin af einni slíkri þegar þeir voru litlir. Þættirnir byrja þannig að pabbi þeirra er týndur og þeir fara að leita hans og komast að því hvað það var sem drap móður þeirra og þeir fara að elta það uppi. En núna er komin 8.sería og söguþráðurinn búinn að breytast aðeins. Það hafa allskonar verur komið fram í þáttunum; englar, djöflar, draugar, varúlfar, vampírur, shapeshifters og guð má vita hvað. Þeir hafa farið til helvítis, í hreinsunareldinn og náð að koma í veg fyrir heimsendi og alltaf ná þeir að lifa af (eða koma til baka). Þeir kalla sko ekki allt ömmu sína! En þrátt fyrir það eru þættirnir líka oft mjög fyndnir og aldrei langt í húmorinn og kaldhæðnina. Alveg elska það.

Ætla að enda þessa færslu á nokkrum myndböndum úr þáttunum sem mér finnst skemmtileg:





2 comments:

Anonymous said...

þættirnir hafa verið sýndir á stöð 2, eru reyndar töluvert eftir á, er held ég sería 6 eða eitthvað slíkt þar...

Rósa Soffía said...

núúú ok, hvað veit ég, hef aldrei verið með aðgang að stöð 2 :) hehe en gott að vita, takk fyrir :)