Pages

Thursday, June 28, 2012

summer time

Núna er ég búin að vera "alein" í rúmlega viku og það er að verða ansi einmannalegt. Elín er í sveitinni hjá frænku sinni að njóta lífsins. Ég er ekkert í neinu fríi ennþá, bara vinna og æfa. Er yfirleitt að fara út kl hálf 9 á morgnanna og kem heim aftur um 19 á kvöldin.....ekkert stress. Ég er alveg að elska það...að þurfa ekkert að vera að flýta mér að koma mér úr vinnunni, eða flýta mér á æfingu, því það sé verið að bíða eftir mér heima. Voða ljúft að vera bara algjörlega sinn eigin herra. En það verður nú líka helvíti ljúft að fá litluna mína heim aftur. Hvenær svo sem það verður.....nóg planað hjá okkur báðum í sumar, og voðalega lítið af því sem við gerum saman....þetta sumar verður eitthvað. Ég verð bara eins og einstæðingur held ég.

Núna um helgina erum við vinkonurnar að fara saman í sumarbústað rétt hjá Selfossi. Það verður spilað, grillað, æft, slappað af, slúðrað og svona almenn kósýheit. Sæki Eddu og Brynhildi Freyju á flugvöllinn á morgun, hef ekki hitt þær í langan langan tíma (Eddu ekkert síðan í nóv og Brynhildi sennilega ekkert síðan síðasta sumar) svo ég er þvílíkt spennt fyrir því líka. Annars verðum við þarna 5 saman, þetta verður bara æði :D

Helgina eftir það eru írskir dagar á skaganum. Ætla að vera þar með litlunni minni og jafnvel fleirum. Langar að skella mér á Lopapeysuna, búið að auglýsa rosa dagskrá og svona, mjög spennandi tónlistarmenn að spila þar. Sjáum til hvað gerist með það.

Svo á miðvikudeginum eftir írsku dagana fer ég norður og verð í viku hjá Eddu. Það er náttúrulega algjör snilld. Verður án efa mikið brallað þá.

Jiiiii og þetta er ekki helmingurinn af því sem ég er búin að plana í sumar!!

og já, þó að það sé sumar þá er ég ekki búin að missa út eina EINUSTU æfingu :D

No comments: