Það er svo ótrúlega margt skemmtilegt á dagskránni í sumar, svo margt að hlakka til. Í fyrsta lagi þá eru það bætingar í ræktinni....það er aldrei eins gaman að æfa eins og á sumrin, finnst mér. Þá virkilega vill maður vera í formi til að geta sprangað um léttklæddur í sólinni og vera sáttur við sjálfan sig :) Svo er það stelpu-sumarbústaðarhelgi núna í lok júní. Heimsæki Eddu til Akureyrar í viku um miðjan júlí. Fer í sumarbústað með skvísunni minni um miðjan ágúst í viku. Hver veit nema maður skelli sér aftur á Þjóðhátíð, að minnsta kosti verður farin ein ferð til Vestmannaeyja og jafnvel komið við í stúdíói þar :) Það verður farið í eina útilegu, á reyndar eftir að plana það alveg, en það er á möst listanum (því hún Elín mín heimtar það!), svo er það sund, grill, nauthólsvík, langisandur, pallurinn hjá mömmu og pabba og fleira og fleira skemmtilegt :D
ooog svo að lokum þá byrja ég að kötta aftur 25. ágúst......ætla að byrja muuuun sterkari en síðast og taka mér 13 vikur í þetta. Þetta er markmiðið:
Svo hrikalega spennandi :)
No comments:
Post a Comment