Pages

Wednesday, May 30, 2012

Ferðasaga

Verður maður ekki að setja inn hérna smá ferðasögu? Ég hefði nú haldið það :)

Verð allavega að byrja á því að segja að það er æðislegt að keppa fyrir WBFF, manni leið alveg eins og stjörnu allan tímann. Við fengum ótrúlega flotta búningsklefa, við vorum svona 20 stelpur og við fengum tvenna klefa, þannig að við gátum dreift úr okkur og allir höfðu nóg pláss. Það voru borð, speglar, stólar og slár út um allt í herberginu, svo maður gat haft það ansi gott. Það voru engir aðstoðamenn leifðir á bak við, þannig að maður kom bara á svæðið tilbúinn, en svo var baksviðs hjá okkur alveg yndisleg kona sem var með allt til alls. Hún fór yfir brúnkuna, setti bikini bite, var með saumasett ef eitthvað þannig lagað kæmi uppá, og nefndu það bara. Í þokkabót var hún líka bara alveg yndisleg þessi stelpa :) Og allar stelpurnar sem voru að keppa líka, og þær voru lang flestar um þrítugt....en ekki 19 ára eins og hérna heima :D það fannst mér alveg frábært....ég var ekki öldungurinn í hópnum hehe. Ég er mjög ánægð með að hafa fært mig yfir í WBFF.

Magga, Bjarni og Elín Mist komu með mér út og hefði ég ekki getað fengið betri ferðafélaga. Þau voru öll ótrúlega tilitsöm og þolinmóð gagnvart mér og mótinu og öllu sem því tengdist. Magga sá um að mála mig, greiða og hjálpa mér við brúnkuna. Við vöknuðum sko klukkan 5:30 um morguninn á mótsdag til að byrja, og þó að allt hafi næstum því farið til fjandanst með brúnkuna, þá var þetta samt ótrúlega gaman, allavega svona eftirá að hyggja. Bjarni var "my personal photographer" eins og hann sagði öllum heheh, og fékk baksviðspassa á mótið þannig að hann fékk að vera alveg fremst við sviðið og tók hvorki meira né minna en 1000 myndir af mér!! Hann stakk svo reyndar af til Tyrklands eftir ferðina okkar svo ég fæ ekki allar þessar myndir alveg strax.....þarf að bíða....sem mér finnst ekki svo gaman. Ég verð þeim allavega alveg ævinlega þakklát fyrir þessa ferð - var bara æðisleg :)

En ég nenni varla meiri "ferðasögu" í bili.....hehhe. Set bara myndir frá mótinu í staðinn :)það er hægt að klikka á þær til að sjá stærr,  enjoy






No comments: