Pages

Thursday, April 26, 2012

Dreaming...

Mig langar að gera svo ótrúlega margt!!

Stefni á að læra allt þetta á þessu ári (maður má alltaf láta sig dreyma)

  • Línuskautanámskeið (svo ég geti farið niður brekkur og svona án þess að vera komin á 100 km hraða)
  • Matreiðslunámskeið
  • Gítarnám (langar líka til að kaupa mér svona byrjendagítar)
  • Spænskunámskeið
  • Mótórhjólapróf (jebb!)
  • Klára öll byrjendanámskeiðin í Pole-fitness og fara á framhalds-level

Það væri algjör draumur í dós ef maður gæti gert allt sem maður vildi. Þá myndi ég skrá mig í allt þetta og helst í dag. En maður á klárlega eftir að þurfa að velja og hafna af þessu og dreifa þessu á lengri tíma. Væri svo gaman ef peningar væru ekkert issue og maður gæti bara lært/gert það sem manni langaði. En svo er bæði ísskápurinn minn og þvottavélin biluð, þannig að ef ég á einhvern auka pening á næstunni þá verður það sennilega að fara í það. Ömurlegt sko. Ekki gaman að henda peningum í einhver svona tæki....en þau eru víst nauðsynleg. Er búin að vera að þvo í höndunum núna (nú væri sko hentugt að vera komin með þvottabretti!!) og get bara notað efstu tvær hillurnar í ísskápnum. Það er stuð í þessu ;)

Svo er náttúrulega að koma sumar og þá vill maður leika sér aðeins. Sumarbústaðaferðir með vinkonum, Þjóðhátíð og svoleiðis. Það kostar allt peninga líka. Mig vantar líka ótrúlega mikið að kaupa hjól bæði fyrir mig og Elínu, við eigum hvorugar hjól. Ætla að reyna að finna einhver sem eru bara notuð og ódýr. Maður er ekki að nota þetta svo mikið að maður þurfi einhverja svaka græju.

Svo væri sko alls ekki leiðinlegt að geta skellt sér í smá sólarlandaferð líka.....hehehe

Ég verð klárlega að splæsa í alla lottó og happdrættismiða sem ég veit um á næstunni....ekki veitir af :D


No comments: