Pages

Tuesday, March 27, 2012

Árangur

Allt á glimrandi siglingu hérna hjá mér. Byrjaði á nýju matarprógrammi í gær sem ég er að fíla í tætlur!! Miklar og skemmtilegar breytingar í því og líka smá breytingar á brennslunni minni. Ég elska breytingar. Er öll alveg upptjúnuð og var varla búin á æfingu þegar mig langaði til að fara aftur á æfingu hehe :D

Síðasta vika gekk ágætlega en ég held að þessi vika verði awesome og mælingarnar í kjölfarið líka. Er ótrúlega bjartsýn eitthvað núna hehe. Vonandi að öll vikan verði svona skemmtileg :)

Var að dunda mér að búa til svona "fyrir og eftir" mynd. Ótrúlega gaman að sjá muninn svona, þá sér maður hvað erfiðið og fórnirnar er að skila miklu. Svo verður ennþá skemmtilegra að setja lokamyndina eftir 2 mánuði við hliðiná fyrstu myndinni heheh, jiiii það verður eitthvað rosalegt!!



8 vikur í mót núna og spennan magnast með hverjum deginum. Er mikið að hugsa um lokamarkmiðið, hverju ég vill ná og hvaða útkomu ég verð sátt við. Fyrst og fremst þá ætla ég að toppa sjálfa mig. Ég ætla að standa á sviðinu vitandi það að ég gerði mitt besta, ekki mitt næstum því besta, heldur mitt allra besta. Þannig að ég geti ekki verið vonsvikin útí sjálfa mig ef ég kemst ekki í úrslit, heldur sé það þá bara vegna þess að hinar stelpurnar eru betri en ég, en ekki af því að ég var slugsandi í mataræðinu eða ræktinni. Ég fer oft að efast um það hvort ég muni ná þessu, hvort ég muni ná að vera í þannig formi á sviðinu að ég eigi actually séns í hinar stelpurnar, en ég má ekki hugsa þannig. Ef ég stend mig 100% þá get ég náð því, ég verð að trúa því! Og það getur ýmislegt gerst á 8 vikum...það er nú bara svoleiðis :)

No comments: