Jæja hvernig væri nú að henda einni færslu hérna inn, þvílík vanræksla búin að vera í gangi. Heilsan er ekkert búin að vera uppá sitt besta síðustu daga, en er öll að koma til. Þarf að taka nokkrar auka æfingar á næstu dögum til að jafna út þær æfingar sem ég missti af, ekki nógu gott svona korter í mót. Annars eru ekki nema rétt rúmar 3 vikur í mótið, já ég veit, það er ALLTOF stutt.
Eins og er, þá er ég 58 kg og með 17,8% fitu......þannig að það er alveg spurning hvort maður nái þessu. Ég ætla að gera mitt besta að minnsta kosti, lítið annað sem ég get gert í stöðunni. Er komin á kolvetnaminna mataræði til að auka möguleikana mína á að ná þessu, en mig langaði að vera 12% fita á keppnisdag og 52-4 kg. Maður veit aldrei hvað gerist í vatnslosuninni....það verður bara að koma í ljós, en hún kom allavega mjög vel út hjá mér síðast. Ég ætla ekki að gefast upp (þó ég hafi hugsað um það oftar en einu sinni), þá held ég að ég myndi aldrei vera sátt við sjálfa mig ef ég myndi hætta áður en lokaniðurstaða er komin. Wish me luck :)
2 comments:
Dugleg ertu!
Takk kærlega fyrir....hver sem þú ert :)
Post a Comment