Er í bömmer dauðans - ég laumaðist í saltstangir áðan!! Ég og skvísan mín keyptum svoleiðis í gær til að hafa yfir vídjói og það vildi svo til að þær kláruðust ekki. Venjulega hendi ég afganginum af óhollustunni til að vera 100% viss um að laumast ekki í það daginn eftir. Eeen í þetta skiptið ákvað ég að gera það ekki, því dóttur minni finnst saltstangir svo góðar. Svo var hún að horfa á sjónvarpið áðan og ákveður að fá sér saltstangir með og áður en ég vissi af var ég farin að laumast í öskjuna hjá henni. Andsk....Helv.....Djöf..... ekkert lítið sem ég er svekkt útí mig núna. Ætla að fara að sofa ofur-snemma í kvöld og vakna kl hálf 6 í fyrró til að taka morgunbrennslu áður en ég mæti í skólann, þá ætti ég að ná að friða samviskuna aðeins og brenna þessum saltstögnum í burtu. Samt svo pirrandi að geta ekki lengur sagt að ég hafi ekkert svindlað :( en jæja, þetta er víst búið og gert......
Mælingarnar komu annars alveg ágætlega út hjá mér í gær. Missti 0,8 kg í vikunni og 10 sm (aftur mest á maganum og mittinu). Ágætlega sátt við það. Haldi þetta svona áfram þá næ ég vel markmiðunum mínum fyrir þetta mót. Þannig að eftir fyrstu tvær vikurnar í niðurskurðinum eru farin samtals 1,9 kg og 21,8 sm.
Svo er ég komin með bikiní til að vera í á mótinu. Fékk það lánað hjá einni fitness-gellu sem ætlar ekki að keppa núna og ég held að það muni fara mér geðveikt vel. Er grænt, glansandi og með fullt af demuntum og steinum á :) Hlakka til að fá það í hendurnar og máta.
En jæja, best að skella í sig smá casein próteini fyrir svefninn og verða alveg helmössuð í fyrramálið þegar ég vakna :)
3 comments:
Stendur þig svo vel skvísa! smá saltstangir breyta varla miklu ;)
Nei vonandi ekki, breyta bara því að nú er ég ekki búin að vera 100% í þessu :( en takk skvís :)
Rosa flott hjá þér :) Dugleg!
Post a Comment