Það er svo mikilvægt í hverju sem maður leggur sér fyrir hendur að hafa einhverja hvatningu. Ég fékk sendan póst í dag sem hvatti mig mjög mikið til þess að standa mig vel í niðurskurðinum og á mótinu sjálfu. Þegar einhver hefur svona trú á manni, þá fyllist maður stolti og fær nokkurskonar vítamínsprautu í rassinn. Ég fékk þennan póst á akkúrat réttum tíma - þar sem ég var einmitt daginn áður búin að vera á algjörum bömmer yfir hvað þetta gengi allt hægt hjá mér og að ég myndi ekki ná þessu. Auðvitað nær maður engum alvöru árangri með svoleiðis hugarfari. Ég get, skal, ætla og MUN ná þessu!! Það er bara ekkert annað í boði.
Eftir að hafa fengið þennan skemmtilega hvatningapóst ákvað að taka daginn í dag sem próteindag (sem og sunnudaginn auðvitað líka). Sjá hvernig það kemur út, ef það kemur vel út þá held ég því kannski bara áfram. Á morgun er svo nammidagurinn mikli og ég ætla bara að vera róleg. Ég veit ekki einu sinni hvað mig langar í....sem er mjög furðulegt því venjulega langar mig bara í allt :) Ég hugsa að ég fari á annað hvort Serrano eða Græna risann og fái mér einhvern ekki svo óhollan mat og svo bara eitthvað smá nammi um kvöldið því þá er ég að fara í smá stelpu-spilahitting.
Það eru bara 8 vikur til stefnu núna og því ekki seinna að vænna að spýta í lófana....
2 comments:
ohhh nú verð ég forvitnn, hver var að senda þér póst..... mér finnst þú líka dugleg... og ótrúlega flott stelpa, kveðja Rannveig
Takk fyrir Rannveig :)
Post a Comment