Pages

Sunday, September 5, 2010

75 dagar

Í dag eru 75 dagar í stóra daginn, virðist vera eitthvað svo langur tími. En hann á eftir að líða hratt, enginn vafi á því.

Vika 1 gekk mjög vel hjá mér, svindlaði ekkert, nema á deginum sem ég mátti svindla að sjálfsögðu. Þá fékk ég mér pizzu, smá nammi í poka og eina sneið af heitum rétt í útskriftarveislu hjá vinkonu minni. Samkvæmt vigtinni, útlitinu og geðinu í morgun - þá er engin stór skaði skeður eftir þennan nammidag heheh. Samkvæmt mælingunum í gær þá léttist ég um 1,1 kg og missti samtals 11,8 sentimetra á fyrstu vikunni. Get nú ekki kvartað yfir því. Markmiðið sem við settum fyrir mig voru 0,4-1 kg á viku þannig að ég fór aðeins fram úr því, sem er betra heldur en hefði það farið á hinn veginn.

Á morgun byrjar svo vika 2 og tek hana með svipuðu sniði og ég er búin að vera að gera. Mánudagar eru langir dagar hjá mér, þá er ég í skólanum alveg frá 8-16 þannig að ég þarf að taka með mér nesti fyrir allan daginn. Að sjálfsögðu er það allt klappað og klárt núna í pokum og dollum :) Svo þegar skólinn er búinn þá þarf ég að fara á æfingu, á morgun ætla ég að taka bak og enda svo á pallabrennslu tíma. Það er ekki hægt annað en að skipuleggja tímann, námið, matinn og æfingarnar alveg í öreindir þegar maður er í svona niðurskurði, og sem betur fer er ég skipuleggju-sjúk þannig að það hentar mér mjöööög vel :) Vona bara að vika 2 verði jafn góð og sú fyrsta.

No comments: