Pages

Monday, December 10, 2007

Until the break of dawn........

Biðst hér með innilegar afsökunar á bloggleysi mínu undanfarna daga. Hef voðalega lítið verið heima, nema þá til að sofa og hef bara einfaldlega ekki gefið mér tíma til að setjast fyrir framan tölvuna lengur en 10 mínútúr í senn.

En allavega, var að koma heim af fótboltaleik hér á Sparta leikvanginum, sem er staðsettur í 2ja mínútna göngufjarlægð frá heimili mínu. Sparta var að keppa á móti liðinu Viktoria (Pilsen) og endaði leikurinn í 3-1, Spörtu í vil. Það voru nú ekki margir á leiknum, leikvangurinn var næstum því tómur. Eitthvað um 3000 manns var tilkynnt í leiknum, en engu að síður stærsti leikvangur sem ég hef farið á ever. Þetta var alveg hin ágætasta skemmtun, var reyndar orðið alveg hrikalega kalt í restina að sitja þarna kyrr svona lengi. En hvað lætur maður sig ekki hafa fyrir einn fótboltaleik.......hahaha.

Í morgun kláraði ég svo einn annan áfangann minn hér í útlandinu: Regional Economics and Development. Kennarinn var búinn að segja að þetta yrði einhverskonar próf, eða umræða eða eitthvað.....skildi hann ekki alveg. Ég lærði nákvæmlega EKKERT fyrir þetta próf sökum mikillar þynnku og þreytu á sunnudeginum og verslunarleiðangurs á laugardeginum, á meðan sumar stelpurnar lærðu gjörsamlega alla helgina. Þegar í "prófið" var komið, ef svo mætti kalla, var ég mjög svo fegin að hafa ekki eytt tíma mínum í að læra þar sem þetta var bara létt umræða í tímanum og eftir á sagði kennarinn: B á línuna !!!!!! Ekki kvarta ég........

Á laugardagskvöldinu síðastliðna var svaka partý hjá einhverjum Frökkum hér í Prag. Þetta var partý í tilefni þjóðhátíðardags Finna og áttu allir að mæta í bláum og hvítum fötum. Það mættu um 100 manns í þetta partý, og á endanum var öllum að sjálfsögðu hent út af lögreglunni, eins og er mjög algengt hér í partýjum. En klukkan var orðin 2 hvort eð er. Skelltum okkur all flest á Roxy klúbbinn, sem er rosalega flottur staður sem spilar Electronic tónlist. Þar var mikið dansað, drukkið og spjallað og lögðum við ekki af stað heim fyrr en kl 7 þegar staðnum lokaði. Lengsta og skemmtilegasta djamm mitt hér í Prag hingað til. Næsta föstudagskvöld er svo aftur djamm með sama fólki og þá er þemað : Mafia meets Praha. Verður stuð....

Á morgun er svo síðasti tíminn minn í tékkneskunni fyrir lokaprófið og svo er stefnan tekin á bíó um kvöldið; The Heartbreak Kid með Ben Stiller.

Bæbæ

No comments: