Já, þá er gengin í garð síðasta nóttin mín hérna í Prag. Er búin að vera í allt kvöld að pakka niður. Það er alveg spurning hvort ég þurfi ekki að fara í einhverskonar meðferð þegar ég kem heim. Meðferð við verslunarsýki!! Við erum að tala um það að ég er með 3 stútfullar stórar ferðatöskur af drasli. Ég bara skil ekki hvernig það er hægt. Ég meina, það er ekki eins og ég sé búin að senda 2 stútfullar töskur heim fyrir. Eða jú annars, ég var búin að því. Eina sem hægt er að segja við þessu er fokk, fokk, fokk, fokk. Vona að fólkið á flugvellinum á morgun skilji ensku þannig að ég geti látið áframsenda allt hafurtaskið beint til Íslands. Þar sem ég stoppa bara í 2 klst á Kastrup flugvellinum, þá nenni ég ekki alveg að eyða þeim í að reyna að burðast um með 3 ferðatöskur sem hver og ein gæti auðveldlega hýst fullvaxta mann. Ooohhh er svo innilega ekki að hlakka til þessa ferðalags á morgun. Eeeeennnn hinsvegar þá fæ ég að hitta Elínu mína eftir ferðalagið og mömmu mína líka. Hver veit nema að pabbi komi með þeim að sækja mig. Greyjið fólkið á eftir að fá áfall þegar það sér allan farangurinn minn. Ætli ég geti falið eina töskuna fyrir þeim einhvernveginn? Kannski í rassvasanum mínum? Fokk, fokk, fokk.....
Yfir í aðeins fallegri sálma. Skírnin hjá litla/stóra glænýja frænda mínum var í dag og fékk hann nafnið Sævar Emil. Rosa flott nafn fyrir svona sætan strák að mínu mati. Er búin að vera að fylgjast með síðunni hans á barnalandi og Eva er ekkert smá dugleg að setja inn myndir, þannig að ég sé vel hvað hann stækkar hratt. Eins og hann hafi ekki verið nógu stór fyrir sko. Hérna er ein sæt mynd af kauða. Er hann ekki yndislegur?Við erum sko að tala um að hann er ekki nema 2ja vikna gamall. Svooo myndarlegur......
Best að reyna að sofa eitthvað. Ekki viss um að ég geti það samt vegna spennings. Býst við að ég hendi inn restinni af myndunum frá Prag og svona, finni mér eitthvað til dundurs, annað en að sofa........
Bless bless
No comments:
Post a Comment