Pages

Monday, December 17, 2007

Bráðum koma blessuð jólin

Elín Mist hringdi í mig í gær. Tönninn loksins dottin. Búin að vera laus alveg heillengi og fullorðinstönninn var alveg löngu komin á bak við. Verður gaman að koma heim og sjá nýja brosið hennar. Núna eru bara 6 dagar í það. Spennan magnast alveg með hverjum deginum núna. Sérstaklega finnst mér leiðinlegt að missa af afmælisdeginum hennar, sem er á morgun. Já, á morgun verður prinsessan mín 6 ára gömul, hvorki meira né minna. Sendi afmælispakkann hennar í póstinum fyrir 10 dögum síðan eða svo, og hann er ekki kominn ennþá. Væri óskandi að hann kæmi í dag eða á morgun, en einhvernveginn finnst mér afar ólíklegt að ég verði svo heppin. Læt fylgja með mynd af skvísunni ásamt splunkunýja frændanum.


Í dag er officially síðasti skóladagurinn minn. Mæti í einn tíma kl 16 og á þar að halda 5 mínútna kynningu um uppfinninguna mína "The Pocket Beamer". Eftir tímann eru svo litlu jólin í skólanum sérstaklega haldin fyrir okkur skiptinemana. Við erum búin að undirbúa lítið atriði á tékknesku til að flytja. Meira í djóki en eitthvað annað. Þetta er einhver saga um litla kanínu sem langar alveg rosalega í laufblað á hverjum degi. Spennandi.

Bless bless

4 comments:

Anonymous said...

Já daman að verða 6 ára stóra stelpan sem tekur sig voða vel út hér með litla frænda :) ég ætla að óska þér innilega til hamingju með prinsessuna á morgun... svona ef ég skyldi ekkert fara í tölvuna á morgun bið rosa vel að heilsa henni kv, Zanný

Anonymous said...

Shit þau stækka svo hratt!!!! ég er einmitt að fara að hitta Ísafold á morgun! Get ekki beðið..kvíðir samt fyrir að sjá hvað hún hefur stækkað!
Njóttu þín á lokasprettinum:)

Anonymous said...

Til hamingju með stóru skvísuna :)
Kveðja Magga

Steinunn said...

Jæja, síðast skipti sem ég commenta hjá þér héðan úr Búdapest. Ótrúlega skrítið að þetta sé bara búið. En til hamingju með skvísuna og sjáumst eftir nokkra daga :)