Jæja þá er ég komin til Búdapest. Lentum hérna um kvöldmatarleytið og fórum beint í íbúðina þar sem Steinunn býr, ásamt Ingibjörgu og Magga. Rosa flott íbúð, Steinunn hefur alveg sérherbergi með baðherbergi og fataherbergi. Næs. Ég gat valið um að vera í gestaherberginu (jebb you heared right......) eða uppí hjá Steinunni, þar sem hún er með tvíbreitt rúm. Að sjálfsögðu valdi ég að vera uppí. Er nú orðin alveg þrælvön í að deila öllu með hinum og þessum hvort eð er, get alveg eins deilt rúmi með æskuvinkonu. Ég held það nú.
En allavega, við drifum okkur út að borða og fórum svo á smá rölt um kastalahverfið hér í borg. Joona frá Finnlandi og Svenja frá Þýskalandi, sem eru vinir hennar Steinunnar, komu með okkur og var þetta bara voða næs kvöldstund. Fórum svo heim til að fara að sofa tiltölulega snemma svo við getum nú vaknað í fyrramálið um 9 leytið eða svo og gert allt það sem Steinunn er búin að plana. Sem er held ég alveg slatti, um að gera að byrja sem fyrst sko. Núna erum við báðar eitthvað rétt að vafra á netinu svona rétt fyrir svefninn.
Tókum smá hláturkast hérna rétt áðan þegar ég var að taka upp náttfötin mín. Það vill svo skemmtilega til að það eru H&M verslanir bæði í Prag og í Búdapest (audda).......og það er ýmislegt sem við höfum keypt okkur sem er eins......og má þar meðal annars nefna náttfötin. Bara fyndið.
Húsnæðisúthlutunin hefur verið send frá Bifröst, og fékk ég úthlutað herbergi í Vallarkoti 3. Er bara mjög sátt við það. Veit reyndar ekkert hverjir aðrir búa þarna, og það skiptir náttla rosa miklu máli uppá hvort það verði fínt að vera þar, eða ekki. En það kemur í ljós bara.
Jæja, segi bara góða nótt.........
1 comment:
Til hamingju með herbergið hér á Bif... eitthvað var ég búin að heyra að þú hefðir fengið úthlutað í stóruskógum... veit ekki alveg hvaðan það kom en allavega hafði það rosa fínt skvísur..
Eydís þakkar fyrir kveðjuna og biður að heilsa þér :)
kv, Zanný
Post a Comment