Pages

Thursday, November 15, 2007

Just a typical day in Prague city....

Tékkneska bloggið lagðist misvel í mannskapinn. Því ætla ég að halda mér við íslenskuna héðan í frá. Gjörið svo vel.

Annars var dagurinn í dag bara alveg hreint ágætur. Vaknaði kl 8 og mætti í tékkneskutíma í skólanum. Eftir tímann ákváðum við Marta og Kasja að skella okkur í Andél, þar sem meðal annars er stór verslunarmiðstöð. Fengum okkur að borða á KFC og röltum aðeins á milli búða. Verslaði afmælisgjöf handa litlu prinsessunni minni og eitt stykki Twister spil fyrir sjálfa mig. Verður stuð í sambýlinu á Bifröstinni við að taka nokkur spil á köldum vetrarkvöldum.......híhí.

Eftir verslunarleiðangurinn héldum við í annan tíma í skólanum, International business. Það eru mjög þægilegir tímar, því það verður ekkert lokapróf í þeim áfanga. Maður mætir bara og þykist vera að hlusta og þá hefur maður náð. Easy. En já, að skóla loknum fórum við 3 stöllur í Copy General, þar sem við prentuðum út allt efnið úr skólanum sem er til prófs. Já, skólinn minn hérna býður nemendum sínum ekki uppá neina aðstöðu til að prenta út né ljósrita. Engin Bifrastar-standard hér, that´s for sure. Leituðum einnig af einhverri hárgreiðslustofu með ensku-mælandi fólki.....sem hefði nú alveg mátt ganga betur. En ég held ég sé búin að taka ákvörðun um að fara á fancy stofuna sem var í Andél, jafnvel þó að hún sé aðeins dýrari. Hún einhvernveginn leit út fyrir að vera öruggari en hinar.....Kæri mig ekki svo mikið um að spranga um götur Prag með appelsínugult hár eða eitthvað.......

Um 4 leytið ákváðum við "The three ameegos" svo að fara út að skokka. Fórum í risastóra garðinn sem er staðsettur rétt hjá þar sem ég bý og verð ég að segja að betri skokkhóp finnuru varla. Vorum allar svo samtaka í þessu. Ekkert nema gott um það að segja. Tókum pásur inná milli til þess að gera ýmsar æfingar, sem ég myndi ekki fyrir mitt litla láta fólk sjá mig gera á Íslandinu góða. En hvað um það, í stórborg eins og Prag, getur maður gert sig að fífli og það skiptir ekki máli. I love it.

Fórum heim að þvo af okkur svitann og hittumst svo aftur til þess að fara í Delvita búðina og versla í kvöldmatinn. Sem að þessu sinni samanstóð af kanilsnúð, súkkulaðihnetum og kók. Já, og svo veltir maður fyrir sér hvernig þessi aukakíló læðast að manni......

Aðeins 3 dagar í skvísuna mína......Vííííí

1 comment:

Anonymous said...

Vá hljómar eins og mjög góður dagur :)