Friday, May 23, 2014

Afmælis-leikur

Ég á afmæli í dag!!!

Í tilefni þess ætla ég að hafa smá leik :)

Ég mun draga út tvo heppna einstaklinga næstkomandi þriðjudag sem vinna:

1. Pláss í 30 daga áskoruninni minni og 2000 kr gjafabréf á Nings
2. Pláss í 30 daga áskoruninni minni

Til þess að eiga möguleika á að vinna þarf að kommenta á þessa færslu og deila henni á facebook (með því að ýta á "like" hnappinn efst í færslunni).

Það er mjög mikilvægt að kommenta undir færsluna líka, svo ég viti hver þið eruð, því ég sé ekki nöfn þeirra sem "læka", einungis fjöldann :) 

Ekki væri verra ef þið mynduð líka nenna að gefa mér "like" á  Fjarþjálfunar síðuna mína á Facebook.

Innifalið í 30 daga áskoruninni hjá mér er:
  • Fjölbreytt og skemmtilegt matarplan
  • Æfingaplan, bæði fyrir heimaæfingar og ræktina
  • Aðgangur að lokaðri facebook grúppu
  • Mælingar fyrir og eftir

Kannski skemmtilegra að taka það fram að í 30 daga áskoruninni er krýndur sigurvegari út frá því hver missir mest af centimetrum (hlutfallslega - eins og í Biggest Loser) og í verðlaun fær hann peninga!! Sem dæmi get ég sagt ykkur það að núna er í gangi hjá mér fyrsta 30 daga áskorunin mín og í pottinum eru 50.000 kr í beinhörðum peningum sem ein dugleg mun vinna um mánaðarmótin eftir lokamælingarnar okkar.

Ef þú vilt vera viss um að fá pláss í 30 daga áskoruninni hjá mér sendu mér þá email á rosasoffiaharalds@gmail.com eða skilaboð á Fjarþjálfunarsíðunni minni. Ef þú verður svo heppin að vinna í leiknum þá muntu sleppa við að greiða þátttökukostnaðinn (sem er annars 5.000 kr)

xx
Rósa

3 comments:

Ragnheiður Svava Karlsdóttir said...

Pant! :)

Anonymous said...

Já takk, væri æði :)
-Agata Kristín

Jóhanna Ágústsdóttir said...

Já það yrði geðveikt, er strax farið að hlakka til að vera með í næsta :)