Monday, January 14, 2013

Eurovision

Ég er svo ótrúlega mikill nörd að ég elska Eurovision! Ég deili reyndar skrifstofu með einni sem er ennþá meiri Euro-nörd en ég og hún benti mér á að það væri búið að birta öll íslensku lögin sem við munum svo velja úr til að senda út í keppnina. Ég fór auðvitað strax í það verkefni að hlusta á öll lögin og það getið þið einnig gert HÉR.

Mér finnst lagið með Magna eiginlega best, allavega svona eftir fyrstu hlustun. Einnig fannst mér lögin með Eyþóri, Klöru og Unni skemmtileg. Hún Klara er samt ekkert uppáhaldssöngkonan mín ef ég á að vera hreinskilin, mér finnst alltaf vera einhver tilgerð í röddinni hennar sem ég er ekki alveg að fíla, en lagið sjálft finnst mér mjög gott. Það verður spennandi að sjá hvernig þetta fer allt saman, en ég tel alveg miklar líkur á að hann Magni muni taka þetta núna.

No comments: