Pages

Sunday, November 7, 2010

2 vikur í mót

Maður verður að standa við loforð sín þannig að ég ætla að reyna að skrifa hér inná hverjum degi fram að móti - eða nei, ég ætla ekki að reyna það - ÉG ÆTLA AÐ GERA ÞAÐ - því eins og Jillian Michaels segir: "trying is planning to fail".

En já, núna er rosalega stutt í þetta. Þið sem viljið koma að horfa þá er forkeppnin kl 16 á föstudaginn 19. nóv í Mosó og kostar 2000 kr inn (held að það sé bara greitt við innganginn) og frítt fyrir börn 12 ára og yngri. Forkeppnin er keppnin þar sem dómararnir skoða virkilega keppendurna og í rauninni dæma hverjir munu lenda í efstu sætunum en enginn fær samt að vita úrslitin þá að sjálfsögðu. Svo  laugardaginn 20. nóv kl 19 er aðalkeppnin - hún verður svona áhorfendavænni þar sem dómararnir verða búnir að ákveða úrslitin og keppendur eru í rauninni bara að sýna sig og þeir sem vinna taka við verðlaunum. Á aðalkeppninni koma svo fram frægir alþjóðlegir fitness keppendur og hún er haldin í Laugardalshöllinni þannig að það verður án efa eitthvað mjög glæsilegt show. Miðinn á aðalkeppnina kostar 4500 kr (ég veit - það er dýrt) og hægt að kaupa á midi.is og örugglega líka við innganginn á mótsdag. En svo er líka hægt að kaupa VIP miða sem gildir alla helgina á alla viðburði (Fitness og vaxtarækt, Gunnar Nelson bardagi, Sterkasta kona Íslands, JonPall aflraunakeppni, Bikarmót í Kraftlyftingum, eftirpartý og fleira og fleira) og kostar svona VIP miði 10.000 kr. Væri gaman að heyra hverjir ætla að láta sjá sig :)

Ég er núna 14% fita og 56 kg. Er sem sagt í sömu fitu% og ég var í á sviðinu í fyrra en samt sem áður 3 kg þyngri. Það hlýtur að boða gott. 2 vikur af kolvetnasvelti eftir (nema síðustu 2-3 dagana eða svo) og aðeins 1 vika í vatnslosunina sjálfa. Spennandi tímar framundan, ekki spurning. Eeeeen ég hlakka líka til þegar þetta er búið, þá get ég farið að einbeita mér betur að náminu og dóttur minni, bæði búið að sitja soldið á hakanum uppá síðkastið, þar sem maður er næstum því heilaþveginn af öllu sem tengist fitness heheh. Kem með meiri fréttir á morgun gott fólk :D

1 comment:

Anonymous said...

Stendur þig vel =)
Kv. Eva Rún