Pages

Friday, January 29, 2010

Silfur

Ég sit núna við eldhúsborðið heima hjá mömmu og pabba á Akranesi. Ég ætla að vera hér á Skaganum um helgina og eyða henni í faðmi fjölskyldunnar. Ég kem alls ekki nógu oft hingað þannig að ég ákvað að nýta tímann fyrst ég er að fara að keppa á Íslandsmótinu í bekkpressu sem haldið verður hérna á morgun. Ég mun keppa í -60 kg flokki, ásamt einni annarri stelpu. Ég veit að hún hefur náð 50 kg í bekk, en metið mitt er bara 45 kg (og það eru margir mánuðir liðnir síðan ég náði því). Þannig að ég er ekki að búast við gullpeningi á morgun, ætli maður verði ekki að láta silfrið duga í þetta skiptið. Það væri reyndar soldið kúl, því þá er ég komin með einn af hverju, gull, silfur og brons.

Annars er þessi dagur búinn að vera soldið sérstakur. Ég tók mér frí í vinnunni þar sem ég þurfti að sinna mörgum erindum ásamt því að fara í jarðaför í Hveragerði. Orri, bróðir vinkonu minnar, lést núna 22.janúar eftir að heimatilbúin rörasprengja sprakk í andlitið á honum. Hann var ekki nema 23 ára gamall sem gerir svona sorglegan atburð ennþá óskiljanlegra en annars, hann átti allt lífið framundan. Það var ekkert smá erfitt að horfa á foreldra hans og systur hans í kirkjunni í dag, maður getur ekki einu sinni reynt að setja sig í spor þeirra til að skilja þessa sorg sem þau eru að upplifa. Maður veit ekki hvað maður getur sagt við fólk sem er að ganga í gegnum svona, enda er ekkert sem maður getur sagt sem gerir sársaukann eða sorgina eitthvað skárri. Ég held að málið sé bara að vera til staðar, þó maður segi ekki neitt.

2 comments:

Anonymous said...

Veistu Rósa... það að vera til staðar og segja ekki eitt einasta orð segir meira en þúsund orð... þekki það af reynslu :D Það sem skiptir máli er að sýna samhug og umhyggju...... en til hamingju með silfrið :D

Anonymous said...

hehe... gleymdi að kvitta undir kommentið... en þetta var s.s Rannveig