Pages

Wednesday, June 11, 2008

Hroki í dag

HROKI er þríþrautarkeppni sem er haldin hér á Bifröst á hverju sumri. Keppt er í hjólreiðum, hlaupi og sundi. Það eru þrír saman í liði og allir fara þrautina samtímis. Tími seinasta manns í hverju liði er svo lokatími liðsins. Byrjað er á því að hjóla 3,5 km. svo tekur við hlaup 2,5 km. og loks sund 200 metra.

Svona er leiðin sem farið er:
Hjólað verður frá bílastæðinu fyrir framan Kringluna og framhjá Sjónarhóli og að bílastæðinu í Jafnaskarðsskógi 3km. Þar er hjólið skilið eftir og hlaupið til baka út á tangann sem liggur út í vatnið bak við skemmuna 2,5km. Þar er lagst til sunds út fyrir bauju sem er um 100 metra frá landi og til baka þar sem markið er í fjöruborðinu. Já, við erum að tala um sund í ísköldu Hreðarvatni. Hvað er ég eiginlega búin að koma mér út í?

Liðið sem vinnur fær vegleg verðlaun, en auk þess verða sérstök verðlaun veitt fyrir flottustu búningana og þann sem kastar upp.

Ég er sem sagt með þeim Robba og Brynjari í liði og heitir liðið okkar Landsliðið. Ég kom nú reynar ekkert nálægt því nafni verð ég að viðurkenna. Gurrý, konan hans Brynjars, ætlaði að vera með þeim í liði en svo meiddi hún sig eitthvað í fætinum og gat ekki verið með. Þannig að ég verð með í staðinn. Kvíði soldið mikið fyrir sko. Er ekki alveg viss um að ég sé með nógu gott þol í þetta. Það eru 9 lið að fara að taka þátt, og meirihlutinn eru strákar. Það eru bara tvö stelpulið og við erum eina liðið sem er blandað. Þetta verður samt vonandi bara gaman. Ég ætla bara rétt að vona að ég geti klárað brautina og þurfi ekki að labba neitt. Verð sátt ef ég get það.

2 comments:

Anonymous said...

Hæ hæ

Verð bara að segja þér að þú stóðst þig ekkert smá vel í Hroka :) varstu ekki fyrsta eða önnur stelpan að vatninu!!
Saknaði þín í ræktinni í morgunn en við sjáumst kannski á morgunn eða fös.

Edda

Anonymous said...

Stóðst þig vel í gær á Hroka skvís ;) Var djamm í gær ?..fór ekkert út, vorum bara innipúkar :p
Góða skemmtun á Blunt í kvöld..