Pages

Friday, March 7, 2008

Tónleikar

Ingigerður litla frænka mín, sem er nú reyndar alveg að ná mér í hæð, er byrjuð að læra á píanó. Í síðustu viku fór ég á tónleika uppá Akranesi þar sem hún spilaði eitt lag. Þetta var í fyrsta skipti sem hún kemur fram á tónleikum, þannig að þetta var voðalega spennandi allt saman. Hún stóð sig ekkert smá vel stelpan og spilaði María átti lítið lamb. Ég tók þetta uppá vidjó með kamerunni minni, en ég hef snúið vélinni uppá hlið, sem greinilega á ekki að gera þegar er verið að taka upp vidjó. Ég er búin að vera að reyna með hjálp movie maker að snúa myndbandinu við (rotate) en það virðist ekki vera hægt. Eða þá að ég er blind. Annað hvort. Ef þið kunnið það, endilega látið mig vita. En hér er hægt að sjá hversu flott þetta var hjá henni, á hlið að sjálfsögðu:

Annars er ég að fara að hitta Elínu Mist í smástund á eftir, áður en hún fer til pabba síns. Svo ætla ég í bæinn. Á morgun verður afmælið hennar Möggu og það verður svona stelpukvöld. Hittumst nokkrar heima hjá henni í mat og svo verður kotkeilstemning í kjölfarið. Hlakka ótrúlega mikið til.

Góða helgi m

3 comments:

Anonymous said...

koma svo með eitthvað krassandi fyrir sjúklinginn sem hefur ekkert betra að gera en að skoða blogg... var ekki tjúttað um helgina??? kveðja Rannveig

Anonymous said...

hæ hæ langt síðan maður hefur kíkt hingað inn, fullt að gerast bara... var ekki gaman um helgina???
kv, Z

Anonymous said...

ótrúlega flott hjá frænku þinni hún verður alveg stórstjarna seinna meir..... en endilega koma með djamm sögu
KV Ásta Magga