- Hef sest upp í annarra manna bíl og reynt að setja lykilinn í startið og velt því fyrir mér af hverju hann passar ekki.....
- Hef keyrt inní einstefnugötu á móti umferð og akkúrat þá mætt alveg svaka sætum strák sem gat varla hætt að hlæja af mér......
- Hef verið tekin fyrir að keyra of hratt....á 97 kílómetra hraða......
- Hef þurft að borga aleiguna mína í yfirvigt á flugvelli á meðan allir aðrir þurftu ekki að borga krónu......
og svo gæti ég lengi talið.
og svo gæti ég lengi talið.
En eins og ég sagði, lánið virðist vera að snúast mér í hag.
- Ég vann flugmiða með Iceland express á áfangastað að eigin vali
- Ég fékk 9,5 í einkunn í fyrsta verkefni vorannarinnar
- Ég fann 130.000 kr inná bankabók sem ég hélt að væri búið að loka
- Ég fékk úthlutaða íbúð í Einihrauni sem ég fæ afhenta eftir rúman mánuð.
Flugmiðann ætla ég að nota til þess að ferðast til Parísar. Fyrir peninginn ætla ég svo að bjóða aðalskvísunni henni Elínu með mér og borga hótel undir okkur. Við ætlum að fara afmælishelgina mína og skoða Effeil turninn, Notre dame og Disneylandið þeirra. Það verður æðislegt. Hlakka alveg ótrúlega mikið til að fá heila helgi með dóttur minni, bara við tvær úti í hinum stóra heimi. Finnst þetta "önnur hver helgi" prógram alveg hræðilegt. Ég skil ekki hvernig þessum helgarpöbbum getur fundist þetta bara ógeðslega fínt og reyna jafnvel ekki einu sinni að hafa samskipti við börnin sín á milli helganna sinna. Ef Elín myndi nenna að tala svo mikið við mig, þá myndi ég sko hringja í hana á hverjum degi.
Ég fór loksins í það að setja myndirnar frá jólunum og áramótunum inná myndasíðuna mína.
Enjoy!
Bless bless
2 comments:
Já lukkan er að hellast yfir þig..vil nú samt halda því fram að það sé ekki lán að þú hafir fengið 9,5 í bókhaldinu heldur algerlega earned ;)
Svo er þetta nú allt að koma hjá skvísunni þinni..hún er nú alltaf að verða duglegri og duglegri að mala í símann :p hehe
Sé þig í ræktinni á eftir, kveðja, Miss langdregin :D
Jam það er nauðsinlegt að fá að vera heppinn stundum :) Skemmtilegar myndir :)
Kveðja Magga
Post a Comment