Pages

Thursday, December 20, 2007

Kveðjustundir

Síðustu dagar hafa einkennst af kveðjustundum. Nú þegar eru Alex, Max, Milka, Taina, Justyna og Anna farin heim, sem þýðir að ég, Marta, Kasia og Asia erum einar eftir. Við förum allar heim á Þorláksmessu. Þessa síðustu daga er ég búin að vera voðalega eirðalaus eitthvað og veit ekki alveg hvað ég á að gera við mig. Er orðin svo spennt fyrir að fara heim, að ég væri eiginlega alveg bara til í að vera að fara heim á morgun bara. Hlakka svo til að hitta Elínu mína.

Í gær héldum við aðal kveðju+jóla partýjið okkar. Vorum með secret santa leikinn, þar sem allir komu með einn pakka handa ákveðinni manneskju sem við drógum um daginn áður og skiptumst við svo á gjöfum. Ég fékk dagatal með myndum af Prag, sem því miður ég var sjálf búin að kaupa mér 3 dögum áður. Hverjum langar í dagatal með myndum af Prag? Í þessu partýji spiluðum við jólatónlist frá Íslandi, Finnlandi, Þýskalandi og Póllandi og borðuðum tékkneskar jólakökur, drukkum finnskt áfengi og allir sýndu myndir eða myndbönd frá dvöl sinni hér í Prag.

Hér er myndbandið sem ég útbjó:

Í kvöld ætlum við stelpurnar að kíkja aðeins út á lífið. Skólinn okkar er að halda eitthvað lokahóf og Pavel vinur okkur hér í Prag bauð okkur að koma. Býst við að þetta verði alveg síðasta djammið mitt hér, þar sem það er svo ótal margt annað sem ég þarf að gera áður en ég fer heim. Pakka, skrifa ritgerð, þrífa og fleira og fleira. Ooooojjjjj......
Bless bless

4 comments:

Anonymous said...

Vá það er búið að vera æðislegt að filgjast með þér í gegnum bloggið :) Takk fyrir það :)æðisleg mynd af okkur :)

en nú hlakka ég svo til að fá að hitta þig þegar þú kemur heim :)

Góða ferð kveðja Magga

Anonymous said...

jæja.. loksins gaf ég mér tíma til að skoða myndirnar þínar - sem sýna hvað þú hefur skemmt þér svaka vel :) en mér brá pínu þegar ég sá hvað Elín skvísa er orðin stór.. úff
Góða ferð heim, hlakka til að sjá þig upp á bif á nýju ári :)

Anonymous said...

úpsí...
kv. Hafrún tíhí

Anonymous said...

Hæ skvís, já það er ágætt að mörgu leyti að vera komin heim. En njóttu nú síðasta dagsins þarna vel :) Hlakka svo ekkert smá til að sjá þig og Elínu um jólin ..veiii =)

Steinunn