Pages

Friday, September 7, 2007

Krít

Jæja, ég ákvað loksins að núna væri kominn tími til að hafa samband við umheiminn. Það er næstum því komin vika síðan ég kom heim frá Krít. Ferðin gekk vel barasta og það var rosa gaman. Við lentum í hitabylgju og var hitinn í kringum 38 gráðurnar alla dagana sem við vorum þar og um 30 á kvöldin, þannig að ekki hafði ég þörf fyrir að nota þessa tvo jakka sem ég hafði tekið með mér, né peysurnar. Stundum þá þyrfti ég að fá einhverja hjálp við að pakka niður. Tek alltaf með mér fullt af allskonar óþarfa. Veit ekki hvernig þetta verður þegar ég pakka niður fyrir 3 mánuði....huuummmm.


En allavega, það sem við gerðum á Krít var aðallega að liggja í sólbaði í sundlaugagarðinum og borða góðan mat. Við vorum á rosa fínu og litlu hóteli sem hefur verið mjög vinsælt meðal Íslendinga þarna. Fyrsta daginn lágum við Guðrún í sólbaði í garðinum þegar við heyrum allt í einu röddina hans Stebba Hilmars hljóma í hátalarakerfinu. Við litum á hvor aðra með undrunarsvip. Það sem eftir var af ferðinni var svo spiluð meira og minna íslensk tónlist í garðinum. Það var gaman fyrst.....en svo fór það að fara í taugarnar á manni. Þetta var nefnilega ekki góð íslensk tónlist, þetta var svona Björgvin Halldórsson dæmi eitthvað.

Strákurinn sem sá um flest allt á hótelinu, hann Tony, bauð okkur alltaf “Góðan daginn” á íslensku og þakkaði einnig fyrir á íslensku og reyndar margir þjónar á veitingastöðunum líka. Rosalega vel tekið á móti okkur alls staðar. Stelpan sem vann á hótelbarnum varð ástfangin af Guðrúnu. Sjitt hvað það var fyndið. Hún strauk á henni hárið og spurði hvort það væri svona náttúrulega krullað og tilkynnti henni að hún væri “Fallegur kona” og teiknaði svo hjarta á bjórglasið hennar. Æji greyjið. Ekki lítið sem við hlógum að þessari stelpu sko.

Við fórum oft og mörgum sinnum í minigolf, þar sem það voru svoleiðis vellur út um allar trissur. Við fórum út á strönd og létum spíttbát draga okkur á dýnu á sjónum sem var rosa fjör. Það var brjálaður öldugangur þarna og við þurftum að koma okkur sjálf út á dýnuna og ég og Guðrún drukknuðum næstum á leiðinni. Strákarnir voru komnir upp á dýnuna og hlógu bara að okkur þegar öldurnar komu og hrintu okkur til baka. Það var svooo fyndið.....

Við fórum í vatnsrennibrautagarð sem var bara með 3 rennibrautir sem ég gat farið í. Ég veit ekki af hverju, en rennibrautir þar sem maður er ekki á belg hræða mig. Ég lét mig hafa að prófa eina, og í alvörunni, þá hélt ég að ég myndi deyja á leiðinni niður. Ég fór svo hratt og bratt og allt vatnið skvettist yfir mig og ég rak olnbogann í hliðarnar og fékk sár og var að pissa í mig af hræðslu. Ég var alveg dofin í efri hluta líkamans eftir þessa salibunu, þar sem ég hafði spennt mig svo mikið einhvernigveginn. Læt sko ekki hafa mig útí svona vitleysu aftur.....

Ég gerði líka eitt annað sem mér finnst mjög merkilegt. Ég hélt á slöngu um hálsinn á mér og fékk mynd af því. Reyndar ekki á tölvutæku þannig að ég get ekki sýnt ykkur. Vá hvað ég var stolt af sjálfri mér þegar ég var búin.....sjitttt. Þetta var ógeðslegt, en gaman samt.

En jæja, nenni ekki að vera með lengri ferðasögu, en hérna eru nokkrar myndir:









Heyrumst síðar

2 comments:

Anonymous said...

Hæ elskan :) Gaman að lesa loksins ferðasöguna. Já við verðum að fara að hittast á msn bráðum. Erum reyndar ekki enn komin með netið heima, er hjá strákunum núna að netast :p Komnar 2 vikur síðan ég fór úr landi og ég farin að sakna þín svakalega...farðu nú að koma þér út til mín :D Hlakka til að heyra í þér missí =) Laters..
Steinunn

Anonymous said...

takk fyrir yndislega ferð litla mín

Egill