Pages

Wednesday, April 22, 2015

Þjálfun

Það er búið að vera nokkuð mikið að gera í fjarþjálfuninni hjá mér síðan um áramótin, sem ég er alveg hrikalega ánægð með. En þar sem ég er í 2 öðrum vinnum líka þá hefur mér stundum fundist erfitt að hafa fulla yfirsýn yfir alla kúnnana mína og veita þeim þá hvatningu og ráðleggingar sem ég myndi vildi gera. Þannig að ég er núna að skoða það að kaupa mér aðgang að einhversskonar forriti til að halda utan um alla þjálfun og þar sem kúnnarnir gætu haft sinn aðgang og fylgst með gangi mála og samskipti yrðu þannig mun markvissari og einfaldari. Ég vona að ég finni eitthvað flott forrit sem fyrst, þar sem áskrift myndi ekki kosta of mikið. Ef þið vitið um eitthvað megið þið endilega kasta á mig kommenti hér fyrir neðan eða senda mér línu á rosasoffiaharalds@gmail.com.

Ég er líka með ýmislegt fleira í pokahorninu varðandi þjálfunina sem ég næ vonandi að hrinda í framkvæmd í sumar. Mig langar til að útfæra 30 daga átakshópinn minn aðeins betur, mig langar til að taka myndbönd sjálf af öllum æfingum sem ég set í prógröm því mér finnst eitthvað svo ófagmannlegt að vera að senda út prógröm með hinum og þessum youtube-myndböndum og svo er ég að vinna í smá Rafbók sem ég ætla að koma út sem fyrst :) Hausinn á mér er alltaf á fullu um hvað ég get gert betur og hvernig ég get útfært það varðandi þjálfunina mína. Mér finnst fátt skemmtilegra en þegar kúnnunum mínum gengur vel og sjá árangur, svo ég vil geta gert allan aðgang að þjálfuninni sem aðgengilegastan til að auka aðhald og eftirfylgni.

Svo margt skemmtilegt í bígerð :)
 
Annars verður dagurinn hjá mér í dag frekar langur. Vinna 9-17 og bruna svo í Kringluna þar sem ég verð að vinna í Mörtu Jonsson frá 18-00 vegna Miðnæturopnunar Kringlunnar. Verður einstaklega skemmtilegt þar sem ég svaf lítið í nótt og svona....eeeeen það er frí á morgun þannig að þetta sleppur :)
 
 
xx
Rósa

No comments: