Það er svo magnað hvað við stelpurnar hugsum öðruvísi um mataræði og æfingar heldur en strákar. Ég er auðvitað ekki að alhæfa, en svona meira og minna, þá er það þannig. Strákar vilja borða vel, lyfta þungt og vera stórir og sterkir. Stelpur vilja borða minna, fara í hópatíma og hanga á stigavélinni og vera grannar en “tónaðar”. En málið er samt, að til þess að ná að vera “tónuð, þá þarf náttúrulega að vera einhver vöðvamassi undirliggjandi, og það er ekki hægt að safna vöðvum með því að borða lítið. Ég hef alltaf verið svona stelpa, borðað lítið (mjög oft of lítið sem hefur svo leitt af sér “binge eating” á endanum), tekið margar brennlsuæfingar á viku og alltaf að lyfta í 3x15 endurtekningum með viðráðanlegar þyngdir. Ég veit samt ekki af hverju ég er alltaf í þessum pakka, því þetta er ekki að skila mér því sem ég er að leitast eftir, en alveg sama hvað, ég enda alltaf í þessum brennslupakka…núna er klárlega kominn tími til að breyta til. Þó fyrr hefði verið!
Mig langar til að vera fit. Ég var alltaf grönn, en það er ekki það sem ég er að sækjast eftir. Ég vil hafa sýnilega vöðva; stórar axlir, breitt bak og framanlærisvöðva sem standa út. Að sjálfsögðu er þetta ekki útlit sem hentar öllum, en þetta er það sem heillar mig og ég er alltaf að reyna að ná. En ég hef alltaf gert sömu mistökin aftur og aftur í gegnum tíðina. Borða ekki nóg, og brenna alltof mikið. Málið er nefnilega að maður þarf að borða mikið til að ná að auka vöðvamassann, halda brennsluæfingum í algjöru lágmarki og lyfta mjög þungt. Í fyrsta skipti núna finnst mér ég vera að byrja á alvöru uppbyggingaprógrammi, þar sem eru bara þungar lyftingar, engin brennsla og 2000 kaloríur af clean mat alla daga. Þetta er soldið challenge fyrir mig, af því að ég hef alltaf verið grönn, þá finnst manni stundum erfitt að vera ekki lengur jafn grönn og maður er vanur. Þrátt fyrir að það sé ekki takmarkið mitt að vera mjóa stelpan….En ég á erfitt með að safna vöðvamassa og engin af þeim aðferðum sem ég hef reynt áður hafa virkað, svo að ég verð að reyna þetta svona all-in. Ég hugsa að þetta sé í fyrsta skiptið á ævi minni þar sem ég er að taka alla brennslu út. En markmiðið er náttúrulega ekki að verða eitthvað huge eða feit, alls ekki. Ég er að borða bara hollan og góðan mat reglulega yfir daginn og það er alveg tímasett hvenær stærstu máltíðarnar mínar eiga að vera og þess háttar, svo að hver máltíð þjóni sínum tilgangi. Og allt er þetta náttúrulega gert eftir leiðbeiningum þjálfarans míns honum Helga Tul.
Ég er bara búin með 4 daga á þessu prógrammi en er mjög spennt að sjá hvernig þetta mun koma út. Mun gera þetta allavega í mánuð núna og þá verður staðan á mér skoðuð, hvort þetta sé að virka og hvert framhaldið mun vera.
Mig langar nefnilega svo að færa mig yfir í fitness flokkinn í Nóvember, og ég veit að til þess að geta það, þá þarf ég að bæta mig verulega, og ég er tilbúin til að leggja á mig FULLT af vinnu til þess.
Ég skal. Ég get. Ég ætla.
xx
Rósa
No comments:
Post a Comment