Ég eyddi áramótunum á Skaganum með foreldrum mínum, dóttur minni, litla bróður mínum og fjölskyldu hans. Hann er reyndar mikið stærri en ég og varð þrítugur einmitt á áramótunum (31.des) svo það er kannski soldið úrelt að kalla hann litla bróður, en ég á nokkra eldri bræður líka, svo mér finnst fínt að kalla hann það til að greina á milli hahah. Og þó að hann sé stærri en ég í dag, þá er hann samt alltaf litli bróðir minn.
|
Ég og Raggi (litli bróðir) |
Kvöldið var mjög notalegt. Það var tvíréttað í matinn, svínabógur og kalkúnabringa og allskyns meðlæti. Mamma mín er náttúrulega bara snillingur í eldhúsinu, það verður ekki tekið af henni. Við horfðum á áramótaskaupið, það var eitthvað aðeins hlegið af því, en líka hneykslast og gapað (eins og sennilega á mörgum heimilum þar sem voru börn). Svo var farið út að sprengja (eða bengja eins og Nanna María kallaði það) og við vorum með einhverjar tertur og þetta var allt saman mjög flott. Sævar Emil hjálpaði afa sínum alveg með sprengjurnar, þvílík hetja!!
|
Áramótadressið mitt - búin að eiga þennan kjól lengi en aldrei notað hann fyrr en nú :) |
|
1. Ég og Eva mágkona. 2. Nanna María og Sævar Emil krútt 3. Elín Mist í partý-stuði |
|
Áramótafjör |
Ég vil óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs :)
No comments:
Post a Comment