Ég hef greinilega eitthvað illa þolað allt þetta óhollustu-át á aðfangadag því þegar ég vaknaði á jóladag var ég mjög skrítin í maganum og það versnaði bara þegar leið á daginn. Það fór svo að þegar gestir komu í jóla-kaffiboðið hennar mömmu þá lá ég bara undir sæng inní herbergi alveg að kálast, og svaf bara nánast allt af mér. Ekki skemmtilegt. En þegar líða fór á daginn og ég var búin að sofa úr mér allt vit þá lagaðist ég aðeins og gat aðeins borðað. Um kvöldið fékk ég mér svo góða máltíð og horfði með pabba á Fred Claus eftir að mamma var farin að sofa.
|
Jólakósý |
|
Ég var búin að dressa mig í voða fínan kjól og allt...... |
Á annan í jólum var sofið út, pakkað niður og skellt sér í bæinn á æfingu og svo HOME SWEET HOME. Var svo andvaka í alla nótt, sennilega þar sem ég svaf svo mikið um jólin og því var afar erfitt að vakna í morgun til að fara í vinnuna. En mín mætti með allt hollustu-nestið (kjúlla, epli, próteinsjeik, rískökur og eggjahvítur) og eftir vinnu ætla ég að bruna heim í power-nap og taka svo góða æfingu í kvöld :)
No comments:
Post a Comment