Um helgina buðum við Elín Mist fjölskyldunni í smá afmæliskaffi heim til okkar. Ég bakaði afmælisköku, maregns-karmellu tertu, heita brauðrétti og rúllutertur og mamma kom með skonsur með hangikjöti, osti og laxi og einhverja svaka sykurbombu með berjum og gotterí. Bræður mínir komu með fjölskyldur sínar, Magga vinkona kom með dóttur sína og mamma og pabbi mættu að sjálfsögðu líka. Þetta heppnaðist allt saman bara mjög vel og það sem skiptir mestu máli þá var skvísan mín hrikalega ánægð með daginn.
|
Afmælis skutlan (sem á reyndar ekki afmæli fyrr en 18.des) |
|
Mamman |
|
Gestir |
|
|
|
|
|
|
|
Afmæliskakan, það var beðið um hjarta, svo hún fékk hjarta :) |
|
Tannbursti sem spilar Lady Gaga á meðan þú burstar, ekki leiðinlegt það!! |
|
Ég gerði fínt í hárið á skvísunni fyrir veisluna |
|
Elín fékk þetta fallega skartgripatré í afmælisgjöf |
|
Það er aldrei langt í klikkhausinn.... |
|
Á leiðinni útí búð |
Eftir afmælið vorum við soldið lúnar svo við ákváðum að hafa það bara kósý yfir video allt kvöldið, svo sofnuðum við geðveikt snemma og vöknuðum seint á sunnudeginum, heheh, greinilegt að þetta hefur tekið á.
No comments:
Post a Comment