Það er síðasti dagurinn í Sexy in 60 áskoruninni í dag. Á morgun eigum við að senda inn fyrir og eftir myndir, sem og fyrir og eftir mælingar, og svo hlýtur hún að tilkynna þá sigurvegara í næstu viku.
Á þessum 60 dögum léttist ég um 5 kg og missti fullt af sentimetrum og það sést alveg hellings munur á myndum. En hvort það sé nóg til að vinna er ég ekki viss um - það verður allt að koma í ljós. Ég er búin að vera að borða kjúkling og grænmeti þrisvar á dag, drekka próteinsjeika tvisvar á dag, borða hrískökur, egg, epli, möndlur og drekka 2-3 lítra af vatni á hverjum degi og fara eftir æfingaprógrammi frá henni mjög samviskusamlega. Ég ætla ekki að segja að ég hafi aldrei svindlað, því þá væri ég að ljúga. En ég lét það aldrei buga mig þó ég hafi farið örlítið útaf brautinni, ég hélt bara áfram ennþá ákveðnari að láta það ekki skemma fyrir mér og tók auka æfingu "í staðinn".
Ég er núna kominn á svipaðan stað og þegar ég keppti útí DK í maí, munar um 2 kg en bara örfáum sentimetrum (og meira að segja með minna ummál um mjaðmir núna heldur en þegar ég keppti), sem þýðir að mér hefur tekist að bæta á mig smá vöðvamassa. Ég ætla að halda áfram, enda er þetta orðið að lífstíl hjá mér núna, get ekki hugsað mér að fara aftur í gamla farið (að sleppa máltíðum, fara í bakaríið í kaffinu og fá mér rúnstykki og svona) og svo er bara stefnan sett á næsta mót. Kannski þetta hérna:
Þetta mót er í Kaupmannahöfn, 6.apríl, sem er vikan eftir páska. Það eru nokkrir Íslendingar að fara og það er verið að reyna að fá einhvern hópdíl á flugi og gistingu og svona. Væri gaman........dagsetningin hentar líka mjöööög vel :)
No comments:
Post a Comment