Pages

Tuesday, February 28, 2012

Bakstur

Ég hef alltaf sagt að ég kunni ekki að baka. En það er víst ekki satt, ég kann það alveg, ég nenni því bara aldrei. Ég hef ekki þolinmæði í það því mér finnst það ekki gaman. Ég á ekki hrærivél og myndi aldrei tíma að kaupa mér slíka, svo ég þarf að handþeyta. Þar vandast málin....því það er sko alveg hundleiðinlegt! En konurnar hérna í vinnunni minni voru með svo svakalega flotta og girnilega köku í föstudagskaffinu hérna um daginn og ég sat og horfði á þær borða hana af mikilli öfund. Þær vildu nú meina að ég yrði að baka svona köku sjálf til að smakka hana, því hún væri himnesk....en ég hafði nú ekki trú á að mér myndi takast það....þar sem ég hélt jú að ég kynni ekkert að baka (enda brennt eða eyðilagt flest allt sem ég hef reynt að baka hingað til). En mér fannst nú ekki nógu gott að þessar yndislegu konur sem ég vinn með hefðu meiri trú á mér en ég sjálf, svo ég setti mér það markmið að ég myndi baka þessa köku einhverja helgina og smakka á nammidegi. Og það gerði ég síðasta laugardag og vá hvað ég sá ekki eftir því. Með þolinmæðina að vopni þá tókst mér það og úr varð BESTA, já ég sagði besta, kaka sem ég hef á ævi minni smakkað. Og aðrir sem smökkuðu hana hjá mér hældu henni líka hástert.....þannig að ég KANN að baka....þegar ég nenni því :) Hérna er sönnun fyrir að þessi atburður hafi átt sér stað:

Ég á engin kökuform svo ég gerði bara svona eftir disk :) 
Uppskriftin, kann ekki að snúa.....

Eggjahvítur og sykur stífþeytt


Rice crispies komið út í þeytuna og sett í "formið"

Inn í ofn

Saxaði niður 2 stór daim súkkulaði (líka hægt að nota daim-kurl)

Þeyta saman eggjarauður og sykur

Þeyta rjóma (í fyrsta skipti á ævi minni sem ég þeyti rjóma haha)

Blanda saman eggjarauðum, sykri og rjóma

Hrært saman

Daim-inu hellt út á

Og svo hrært saman, þá er kremið tilbúið :) 

Til að mér leiddist ekki horfði ég á pretty little liars á meðan :) 

Marensinn kominn útúr ofninum, heill á húfi :) 

Búinn að kólna, þá smurði ég kreminu ofan á

Og svo inní frysti :)
Voila!! Pís of keik :) 

No comments: