Pages

Thursday, February 23, 2012

Áskorun

Ég náði ekki að framkvæma áskorunina í gærkveldi þar sem ég er bara orðin lasin. Alltaf lasin eitthvað þessa dagana, ekki aaalveg að gera sig!! Er sem sagt alveg með bullandi kvef, bara sjaldan vitað annað eins. Sexeeh....NOT!! Þannig að þegar ég kom heim af æfingu í gærkveldi þá bara lagðist ég í dvala....leið svo hrikalega illa. Drattaðist fram úr um 9 leytið til að skutla Elínu til bróður míns og fjölskyldu hans því hún ætlar að fá að vera þar næstu daga á meðan það er vetrarfrí í skólanum hjá henni. Það er líka fínt þar sem ég er ekki skemmtilegur félagsskapur eins og er.

Vaknaði kl hálf 6 í morgun þar sem ég ætlaði mér í morgunbrennslu, en var svo hrikalega stífluð að ég hélt að hausinn á mér myndi springa, svo ég fékk mér bara nezeril og verkjatöflur og lagðist aftur uppí rúm. Svo vaknaði ég aftur kl hálf 8 og hausverkurinn farinn, svo ég drattaðist á fætur til að fara í vinnuna. Afköstin ekkert búin að vera neitt gífurleg í morgun....en ég ætla að harka þetta af mér. Taka svo fótaæfingu eftir vinnu og svo get ég kannski hvílt mig aðeins, farið í heitt bað og svoleiðis áður en ég fer í pole-fitnessið í kvöld. Ég bara nenni engan veginn að vera lasin!

En ef allt fer vel þá get ég tekið áskorunina annað kvöld. Ég vona það, því ég er sjálf soldið spennt fyrir henni (og kvíðin hehe). En það var samt Boot-camp fólk á Akranesi sem var að skora á mig að taka þolprófið sem þau voru að gera í vikunni, því ég þurfti eitthvað að ibba mig við þau og segja að þetta væri ekkert mál hahhaha. Kennir manni að vera ekkert að ibba gogg. En það sem ég þarf að gera er:

12 mín hlaupa - skrá niður km
2 mín armbeygjur - skrá niður fjölda
2 mín froskar - skrá niður fjölda
2 mín uppsetur - skrá niður fjölda

Gaman gaman :)

Ég elska að skoða motivational quotes á netinu, sérstaklega á svona dögum þar sem mig langar svooooo mikið til að fara bara heim, kveikja á góðri bíómynd og sökkva ofan í nammipoka....en NEI, ég ÆTLA ekki að gera það. Ég er betri en það!!! Rakst á þessi áðan og fannst þetta svo gott, passar vel við :D


No comments: