Pages

Thursday, January 19, 2012

Smá....

Rosa gaman að sjá fjöldann sem hefur kíkt á síðuna mína síðustu daga.....hvorki meira né minna en 70 manns. Eða 70 heimsóknir reyndar, kannski eitthvað sama fólkið....hehe. En ánægð með þetta samt :)

Er að keyra á nokkurskonar kolvetnissveltis viku núna, sem er bara að ganga mjög vel. En hlakka samt soldið til í næstu viku að mega fá mér aðeins kolvetni með líka :) Mér finnst svo augljóst að það sem ég er að gera núna er rétt, og það sem ég hef verið að gera áður var rangt. Ekki að ég hafi verið að fá "lélega" aðstoð áður, heldur bara var ég ekki með rétt hugarfar og þar af leiðandi ekki að gera þetta 100%. En planið sem ég er með núna er samt líka allt öðruvísi en það sem ég hef áður fengið. Sem er bara gott :) Svo spennandi að sjá hvernig lokaútkoman verður.

Það er mjööög líklega allavega ein önnur íslensk stelpa að fara að keppa á sama móti og í sama flokki og ég. Gæti reyndar verið spursmál með hæðarflokkinn, þar sem hún er svona alveg á mörkunum. En það kemur bara í ljós. Hvort sem við munum keppa í sama eða sitthvorum hæðarflokknum þá verður bara ótrúlega gaman að hafa aðra íslenska stelpu með. Hún er reyndar búsett erlendis, en við gætum hjálpast að baksviðs og svona, þar sem eitthvað illa er að ganga hjá mér að fá vinkonu til að koma með mér út. Allar eitthvað svo blankar, erfitt að fá frí í vinnu og svo framvegis....sem er svo sem alveg skiljanlegt. Kvíði því pínulítið að fá engan með mér og vera bara eini Íslendingurinn á svæðinu hehhe....ekki spennandi það. En ég mun samt sem áður fara á þetta mót, alveg sama hvað, ég er búin að ákveða að þetta er mótið mitt, og ekkert mun breyta því :D þó ég þurfi að bera brúnkuna á bakið á mér með sleif eða eitthvað heheheh. Elín Mist ætlar að koma með mér út, fær það í verðlaun frá mér fyrir að þola mömmu sína í köttinu heheh.....en það setur náttúrulega sinn svip á heimilislífið....

Ætla ekki að hafa þetta lengra í bili

No comments: